,

APRS ferilvöktun loftbelgs 22. mars

Í tengslum við 8. EVE Online Fanfest hátíð tölvuleikjaframleiðandans CCP sem haldin verður í Reykjavík dagana 22.-24. mars n.k. ætla nokkrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík að senda upp „geimskip” hangandi neðan í loftbelg. Eitthvað skemmtilegt verður í loftbelgnum en það sem snýr að radíóamatörum er að þeir hafa áhuga á að nota APRS til að ferilvakta flugið.

Ein tilraunauppsending fór nýlega fram og var “SPOT” notað til að ferilvakta belginn. Í það skiptið fór belgurinn í boga yfir Ísland og endaði í hafinu miðja vegu milli Færeyja og Íslands. Það sem kom á óvart var að SPOT sendi engar upplýsingar á miðkafla leiðarinnar, engin skýring hefur enn fengist á því en einhverjum datt í hug að hugsanlega væri ferilvöktunin ekki höfð virk í SPOT-
kerfinu eftir vissa hæð og ofar, af öryggisástæðum.

Meginverkefni okkar radíóamatöra er í raun að tryggja að núverandi APRS kerfi verði virkt og fram kom hugmynd um að nýta loftnetið sem ætlað fyrir samskipti við gervihnetti í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi fyrir APRS á meðan á fluginu stendur. Undirritaður gerir ráð fyrir að sjá um að tengja TF3RPG við loftnetið og áætlar að tengja lágsuðsmagnara við stöðina til að auka næmni hennar. Væntanlega verða fleiri úr APRS hópnum í Skeljanesi þegar flugið fer fram og verður opið fyrir alla félagsmenn að koma og fylgjast með. TF3ARI er með áætlanir á prjónunum um að keyra austur fyrir fjall og vera með stafapétur/I-gátt í bíl og auka þannig enn frekar möguleika þess að ferilvöktunin takist vel.

Loftbelgurinn fer mjög hratt upp og nær líkast til um 30-35 km hæð og þess vegna verulegar líkur á að bæði TF3RPG og TF8TTY nái sendingum hans megnið af flugtímanum.

HR hópurinn ætlar ekki að láta loftbelginn fljúga mjög lengi kannski í um það bil tvo tíma og þá eru líkur á að hann fari um 300 km frá upphafsstað, í hvaða átt er kannski ekki alveg vitað núna en líkur á að hann fari svipaða leið og í fyrsta tilraunafluginu.

Verkefnið er spennandi og upplagt tækifæri fyrir sem flesta sem áhuga hafa á APRS að fylgjast með og jafnvel setja upp eigin búnað, stafpétra eða I-gáttir, til dæmis væri virkilega áhugavert að sjá hvort Akureyri gæti náð einhverjum hluta leiðarinnar.

(Samantekt: Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA).

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 × four =