,

Frá kynningarkvöldi Í.R.A. þann 30. mars

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar í Skeljanesi 30. mars.

Í.R.A. bauð upp á sérstakt kynningarkvöld þann 30. mars í félagsaðstöðunni í Skeljanesi vegna fyrirhugaðs prófs til amatörleyfis sem haldið verður þann 28. apríl n.k. án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu félagsins nýlega.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar félagsins annaðist kynninguna. Hann lagði fram og kynnti nýja samantekt nefndarinnar fyrir þá sem áhuga hafa á að sitja próf til amatörleyfis: Námsefni og próf fyrir radíóamatöra. Í framhaldi fór Vilhjálmur yfir og kynnti prófkröfur samkvæmt gildandi reglugerð um starfsemi radíóamatöra. Þá kynnti hann eftirfarandi námsgögn sem lágu frammi á fundinum:
______________________________

(1) Passport to Amateur Radio (J. Lawrence, GW3JGA);
(2) Amatörpróf í raffræði og raftækni, 1. útgáfa. (Prófnefnd Í.R.A.);
(3) Samantekt á námsefni fyrir radíóamatörpróf í reglum og viðskiptum (Prófnefnd Í.R.A.);
(4) Námsefni úr reglugerð um raforkuvirki fyrir radíóamatöra (Prófnefnd Í.R.A.); og
(5) Truflanir frá sendum (Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX).

Auk tilgreindra þátta úr ritinu Siðfræði og samskiptasiðir radíóamatöra (J. Devoldere, ON4UN og M. Demeuleneere, ON4WW) í þýðingu Vilhjálms Ívars Sigurjónssonar, TF3VS;
_______________________________

Fram kom m.a., að Póst- og fjarskiptastofnun hefur staðfest að prófið verður haldið í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi laugardaginn 28. apríl n.k. kl. 10 árdegis. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Þess má geta, að flest það efni sem vísað er til hér að ofan má finna á nýju vefsvæði prófnefndar Í.R.A. á  heimasíðu félagsins á eftirfarandi vefslóð: http://www.ira.is/namsefni/

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, fyrir vel heppnaðan viðburð í Skeljanesi og óskar væntanlegum próftökum góðs gengis þann 28. apríl n.k.

Frá kynningarfundi vegna prófs til amatörleyfis í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 30. mars.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =