Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

Útileikar – góð þáttaka

Það er óhætt að segja að útileikar tókust með ágætum.  Lauslega tekið saman sýnist mér að allt að 25 hafi verið með í ár og verður fróðlegt að fylgjast með úrvinnslu þegar þar að kemur. Fyrir hönd stjórnar vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrir frábæra útileika. Þáttakendur eru vinsamlegast minntir á að […]

,

TF útileikarnir um Verzlunarmannahelgina

TF ÚTILEIKARNIR UM VERZLUNARMANNAHELGINA Minnt er á hina árlegu TF útileika, sem fara fram um verzlunarmannahelgina 1-3. ágúst, eftir viku.  Undanfarin ár hafa 20-30 mismunandi TF-kallmerki heyrzt í loftinu yfir útileikahelgina og gaman væri að gera enn betur í ár!  Í fyrra náði TF2LL flestum stigum og hlaut sérstakan viðurkenningarskjöld fyrir, en árið áður var TF3HR í […]

,

Mors námskeið með Axel Sölvasyni

Axel Sölvason, TF3AX mun halda morsnámskeið og er ætlunin að fara af stað með námskeiðið í september.  Fyrir okkur sem enn erum að læra er þetta gleðistund og mikið tilhlökkunarefni.  Það verður sagt nánar frá útfærslu námskeiðsins þegar nær dregur. Til þess að kanna áhugann eru áhugasamir vinsamlegast beðnir að senda mér póst á dn@hive.is 73 Guðmundur, TF3SG

,

ARRL Card Checker

Gulli, TF8GX sem er ARRL Card Checker á Íslandi, hefur boðist til að koma eitt fimmtudagskvöld í félagsheimili ÍRA til þess að menn geti komið með QSL kortin sín til skráningar.  Gulli mun taka við kortunum í félagsheimili ÍRA og skila þeim viku síðar. Til þess að auðvelda þetta þarf að fylla út skráningarblað (ég held […]

,

Vitahelgin 15 – 16 ágúst 2009

Hin alþjóðlega vitahelgi er í ár 15. – 16. ágúst.  IRA hefur tilkynnt þáttöku og skráð Knarrarósvita.  Þetta er án efa ein skemmtilegasta fjölskylduhátíð landsins.  Ég hvet alla til að taka helgina frá og hittumst í Knarrarósvita.  Nánar verður sagt frá síðar. 73 Guðmundur, TF3SG

,

Ham Radio Friedrichshafen

Nú í ár eins og undanfarin 33 ár er haldin sýning í Friedrichshafen sem sem gengur undir nafninu Ham Radio Friedrichshafen og hefst föstudag 26 júní og stendur til 28 júní n.k. Heimasíða er:  http://www.hamradio-friedrichshafen.de Þessi árlega uppárkoma í Friedrichshafen  er án efa stærsti einstaki viðburður á eftir Daytona fyrir radióáhugamenn að koma saman og bera saman […]

,

Fræðslukvöld 26 mars

Fimmtudagskvöldið 26. mars næstkomandi kl. 20.15 ætlar TF2WIN, Siggi, að halda fyrir okkur kynningu á því hverning hann sér fyrir sér undirbúning og þáttöku íslenskra radíóamatöra í neyðarfjarskiptum. Að lokinn framsögu Sigga er hugmyndin að fleiri félagar IRA kynna sínar hugmyndir og tilraunir með stafræn fjarskipti. Fundarstjóri verður TF3JA Ennfremur verður ferrítlúppa TF3T til sýnis, […]

,

Dótadagur Flóamarkaður

Dótadagur / Flóamarkaður Það verður fjör á sunnudag á flóamarkaði í félagsheimili IRA og hefst kl. 10.00., og eins og segir fyrstir koma fyrstir fá, gamlar talstöðvar fyrir lítið, rásir og hvað eina sem hugurinn girnist.  Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi og kökur. Ég hvet alla til að taka virkan þátt og mæta og mæta […]