,

Útileikar – góð þáttaka

Það er óhætt að segja að útileikar tókust með ágætum.  Lauslega tekið saman sýnist mér að allt að 25 hafi verið með í ár og verður fróðlegt að fylgjast með úrvinnslu þegar þar að kemur.

Fyrir hönd stjórnar vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum fyrir frábæra útileika.

Þáttakendur eru vinsamlegast minntir á að skilafrestur fyrir logga er fyrr en áður hefur verið, þ.e. fyrir lok ágústmánaðar.   Þar skal skráð kallmerki, tími, dagsetning, band, punktar, margfaldarar og skilaboð, bæði send og móttekin. Með þessu skal fylgja samantektarblað, sem sýnir fjölda punkta á hverju bandi, flokk, kallmerki, nafn, heimilisfang og lokaárangur. Ummæli eða álit á leikunum eru vel þegin.

Sjá einnig nánar tengil á heimasíðu um TF útileika.

73

Guðmundur, TF3SG

Comment frá TF3KX – Kristinn Andersen:

Nokkrar ábendingar, til áréttingar – sbr. fyrri tilkynningar hér á vefnum og í CQ TF:

  • Skilafrestur fyrir logga í ár er FYRIR LOK ÞESSA MÁNAÐAR (ÁGÚST).
  • Ekki þarf að skila stigatalningu, NÓG ER AÐ SKILA LOGGNUM.
  • Logga á að senda mér á netfangið tf3kx (at) simnet.is

eða heim til mín…

Kristinn Andersen
Austurgötu 42
220 Hafnarfjörður

Auðvitað eru myndir og frásagnir alltaf vel þegnar, m.a. fyrir CQ TF.

73 – Kiddi, TF3KX (GSM 825-8130)

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven − 6 =