Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

STEPPIR loftnet félagsins féll niður

SteppIR loftnet félagsins féll niður lítið skemmdur.  Það voru pústklemmur sem gáfu sig við boom to mast.  Nokkuð hvassviðri gekk yfir í nótt sem leið og er ljóst að festingar hafa verið orðnar lúnar. Jón Gunnar, TF3PPN, Benedikt TF3CY, Ársæll TF3AO, Sveinn TF3SNN, ásamt TF3SG voru komnir strax á stað  til að bjarga betinu og unnu frábært […]

,

Sunnudagsopnun 17 janúar

Nú á sunnudag verður félagsaðstaðan opin frá kl. 9 til 12.  Það verður heitt kaffi á könnuni og nýbakað vínabrauð.  Þema dagsins eru loftnetshugmyndir og þáttaka í keppnum.  Er hægt að koma upp loftneti og taka þátt í næsta CQ WW 160m á CW 29 til 31 janúar n.k.? 73 Guðmundur, TF3SG

,

Morssendingar halda áfram

Fyrstu morsútsendingar á nýju ári hefjast 7 janúar kl. 19.00 og það er Jón Þóroddur, TF3JA sem heldur ótrauður áfram því starfi sem hófst seinni part síðasta árs.  Sendingar verða á 3710 KHz. Nánar verður sagt frá morskennslu ÍRA seinna. 73 Guðmundur, TF3SG

,

ZL1 og ZL4 á 80m samtals 17.819 km

Sælir félagar, langar að segja ykkur frá því að í gærmorgun 3. janúar var ég með tvö sambönd við ZL1 og ZL4.  Hreint ótrúlegt merki frá ZL1 sem var með merki upp á 57.  Einnig sterk merki í Alaska, og svo Japan kl. 15.45 GMT  Sambandið við ZL4DH er lengsta samband sem ég hef haft […]

,

VK6 á 80m

Sælir félagar, langar að segja ykkur frá því að ég var að prófa nýtt loftnet á 80m SSB og var svo heppinn að vera með flott samband strax við VK6LK, einnig HL3, Mexíkó og nokkrar JA. 73 Guðmundur, TF3SG

,

Starfshópur um TF útileika

síðasta blaði CQ TF var auglýst eftir áhugasömum félagsmönnum til þess að endurskoða og fara yfir reglur TF útileikana. Upprunalega var frestur til 14. nóvember s.l.  Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest til áramóta. Félagsmenn sem áhuga hafa á að starfa í þessum starfshóp, er bent á að hafa samband við formann (TF2JB) eða varaformann […]

,

TF4M með WAS á 160m á 3 dögum

Þorvaldur TF4M hefur náð sambandi við öll ríki Bandaríkjanna á 160m á þremur dögum. Flest samböndin eru þegar staðfest á LoTW en síðast þegar fréttist var hann með 48 ríki þegar staðfest. Kláraðist þetta um síðustu helgi. Þorvaldur er með smá umfjöllun um þetta á heimasíðu sinni, hér: http://tf4m.com/archives/1414 Þetta er fáheyrður árangur og hefur […]