Entries by TF3SG - Guðmundur Sveinsson

,

Digital mótun – fyrirlestur fimmtudag 11.mars

Halldór Guðmundsson, TF3HZ mun halda fyrirlestur sinn um digital mótun á morgun fimmtudag 11. mars kl. 20.15.  Halldór er hafsjór af fróðleik um stafrænar mótunaraðferðir og hefur frá mörgu að segja.  Fyrirlestrinum var frestað fyrir um hálfum mánuði vegna snjókomu sem spáð hafði verið.  Halldór mun m.a. fjalla um JT65a og taka við fyrirspurnum á […]

,

TF4M WAS 160m CW

Þorvaldur Stefánsson, TF4M hefur til sýnis á heimasíðu sinni viðurkenningu ARRL á því að Þorvaldur Stefánsson, TF4M hafi WAS 160m CW.  Við þetta tækifæri færir stjórn ÍRA, Þorvaldi innilegar heillaóskir með þessa viðurkenningu og frábæran árangur á 160m CW. 73 Guðmundur Sveinsson, TF3SG

,

Keppnir í mars

Í mars eru margar keppnir sem vert er að gefa gaum að.  ARRL International DX Contest á SSB fer fram 6 – 7 mars næstkomandi,  Í lok marsmánaðar CQ WW WPX SSB sem fer fram 27 – 28 mars. Sjá einnig upplýsingar um keppnir á bls. 51 í nýjasta CQ TF; 1. tbl. 2010. 73 Guðmundur, […]

,

Fimmtudagskynning á digital mótun

Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með kynningu í kvöld fimmtudag á digital mótunaraðferðum.  Halldór mun byrja klukkan 20.15 og mun m.a. kynna JT65A úr WSJT forritapakkanumm, notkun, uppsetningu og hvernig QSO fer fram.  Hann mun svo segja frá WSPR ef áhugi er . 73 Guðmundur, TF3SG

,

Vetrardagskrá febrúar – mars

Á vetrardagskrá 25. febrúar verður fjallað um digital mótunaraðferðir.  Halldór Guðmundsson, TF3HZ verður með inngang og kynnir hvað hann hefur verið að gera.  Gert er ráð fyrir að sýna í félagsheimilinu í apríl mynd frá leiðangri K5D, félagið festi nýlega kaup á diskinum.   Um miðjan marsmánuð er gert ráð fyrir dótadegi þar sem félagsmenn geta komið með […]

,

Þátttaka Í.R.A. í CQ WW 160m CW um helgina

Þátttaka Í.R.A. í CQ WW 160m CW tóks með ágætum og er það áköfum keppnismönnum Óskari, TF3DC, Yngva TF3Y, Bjarna Sverris TF3GB, Stefáni Arndal TF3SA, Jóni Þóroddi TF3JA, og Sveini TF3T, Guðmundi TF3SG, svo fyrir að þakka.  Jón Þóroddur, Sveinn og Yngvi voru óþrjótandi viskubrunnar þegar kom að tæknimálum og því að skýra út hvernig best […]

,

Þátttaka í CQ WW 160m CW

Vek athygli á þátttöku Í.R.A. í CQ WW 160m CW contestinu um helgina. Kallmerki félagsins í CQ WW 160 er að þessu sinni TF3IRA.  Félagsmenn eru hvattir til þess að líta inn í kvöld og taka þátt í keppninni og eða fylgjast með. Búið er að setja upp Inverted L sem hangir út frá 20m háum vertikal. […]

,

Fimmtudagskynning og fræðsla

Fimmtudaginn 28 janúar kl. 20.15 mun Ari, TF3ARI halda kynningu í félagsheimili ÍRA og kynna hvernig fjarstýra megi Kenwood TS-2000 og FLEX-5000 milli heimsálfa.  Hann mun fjarstýra talstöð yfir 3G með tal og fullkoinnri stýringu á band, tíðni og fl., og hafa QSO yfir SSB, PSK eða t.d. Easypal með stöð sem er staðsett annarstaðar.  […]