Entries by Kristinn Andersen

,

Skilafrestur í CQ TF sunnudaginn 25. sept

Munið að skilafrestur í októberhefti CQ TF er nk. sunnudag, 25. september. Allt efni sem tengist amatör radíói er tekið til greina – texti eða myndir. Tilvalið væri að senda… Frásagnir eða myndir frá sumrinu Efni sem tengist TF útileikunum Efni frá vitahelginni Myndir af tækjum, loftnetum, eða frásagnir af DX. Ritstjóri tekur við efni […]

,

TF útileikarnir um verslunarmannahelgina

TF útileikarnir fara núna fram um verslunarmannahelgina í 33. sinn. Þar gefast tækifæri til að eiga fjarskipti viða um landið, allir sem skila inn upplýsingum um radíósambönd fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og verðlaunaskjöldur verður veittur þeim sem nær flestum stigum. Útileikarnir standa frá 00z á laugardegi til 24z á mánudegi, en aðalþátttökutímabil eru: Kl. 17-19 […]

,

Efni í CQ TF 19. júní

Skilafrestur efnis í júlíhefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er nk. sunnudag, 19. júní. Félagsmenn eru hvattir til að leggja til efni, annað hvort með því að skrifa sjálfir, senda ritstjóra línu eða slá á þráðinn. Ritstjóri er reiðubúinn að aðstoða við að setja saman textann og ganga frá honum til birtingar. Hér eru dæmi um […]

,

CQ TF aprílheftið komið á vefinn

Aprílhefti CQ TF er komið á vef ÍRA. Félagsmenn geta sótt nýjasta blaðið með því að smella á CQ TF tengilinn efst til vinstri á síðunni, en aðrir hafa einungis aðgang að eldri árgöngum blaðsins. Næsta blað verður júlíheftið og félagsmenn eru hvattir til að senda efni í það ekki síðar en sunnudaginn 19. júní. […]

,

Skil efnis í CQ TF fyrir lok vikunnar

Minnt er á að skilafrestur efnis í aprílhefti CQ TF er nk. sunnudag, 27. marz. Í góðu lagi er að senda ritstjóra punkta, ábendingar og efni, sem ritstjóri getur unnið úr frekar. Og myndir eru auðvitað alltaf velkomnar og “segja meira en þúsund orð”. Efni má senda ritstjóra, Kristni Andersen – TF3KX: cqtf@ira.is GSM 825-8130

,

Efni í CQ TF sunnudaginn 19. desember

Félagsmenn eru minntir á að skilafrestur efnis í næsta hefti CQ TF er nk. sunnudag, 19. desember.  Ef efni er í undirbúningi væri gott að heyra um það fyrir þann tíma.  Allt efni er vel þegið – greinar, frásagnir, myndir og punktar.  Hafa má samband í tölvupósti eða síma og ritstjóri getur tekið að sér […]

,

CQ TF 4. tbl. komið út

Nýjasta hefti félagsblaðsins okkar, CQ TF, er komið út og má nálgast á vef félagsins. Um er að ræða októberheftið, sem er í seinna lagi að þessu sinni en kemur vonandi ekki að sök. Við höfum fengið aðstoð við umbrot og uppsetningu blaðsins, sem hjálpaði til við útgáfuna og fellur lesendum vonandi vel. Skilafrestur janúarheftis […]

,

Loggar úr TF-útileikum…

Nú er minnt á að skila má inn loggum, eða afritum þeirra, fyrir QSO í útileikum, fyrir lok mánaðarins. Engar kröfur eru um að menn reikni stig sín sjálfir, frekar en þeir vilja, því það verður hvort eð er gert af þeim sem fara yfir loggana. Framsetning logga er tiltölulega frjáls og því er unnt […]

,

Útileikarnir næstu helgi

Varla þarf að minna á útileikana sem fara fram um helgina. Ef menn verða á ferðalögum er sjálfsagt að kippa með sér tækjunum og leggja nokkur QSO í púkkið. Og þeir sem verða heima við geta auðvitað tekið þátt líka, annað hvort tengdir eða “unplugged”. Aðaltímarnir hefjast kl. 17 á laugardag, kl. 09 og 21 […]