,

TF útileikarnir um verslunarmannahelgina

TF útileikarnir fara núna fram um verslunarmannahelgina í 33. sinn. Þar gefast tækifæri til að eiga fjarskipti viða um landið, allir sem skila inn upplýsingum um radíósambönd fá viðurkenningu fyrir þátttökuna og verðlaunaskjöldur verður veittur þeim sem nær flestum stigum. Útileikarnir standa frá 00z á laugardegi til 24z á mánudegi, en aðalþátttökutímabil eru:

Kl. 17-19 á laugardag
kl. 09-12 á sunnudag
kl. 21-24 á sunnudag
kl. 08-10 á mánudag

Nánari upplýsingar um útileikana má finna í júlíhefti CQ TF og á vef ÍRA. Fyrir viðurkenningar þarf að senda radíódagbækur (á pappír eða rafrænt) til Bjarna Sverrissonar, TF3GB, ekki síðar en 31. ágúst nk., en Bjarni veitir jafnframt upplýsingar um útileikana ef þarf:

Bjarni Sverrisson, TF3GB
Hnjúkaseli 4
109 Reykjavík
Netfang: tf3gb@islandia.is

Að sjálfsögðu eru myndir og frásagnir úr útileikunum alltaf vel þegnar!

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + one =