Entries by TF3JB

,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin nú um helgina, 20.-21. ágúst. Vefslóð viðburðarins: https://illw.net/index.php/entrants-list-2022 Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir í dag, 19. ágúst. Það eru Knarrarósviti (IS-0001) austan við Stokkseyri og Garðskagaviti (IS-0002) á Reykjanesi. Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja Knarrarósvita á HF og Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A um QO-100 gervihnöttinn. Á sunnudag mun […]

,

FUNDUR SYLRA 2022 Í FINNLANDI

Fundur Scandinavian Young Lady Radio Amateurs (SYLRA) 2022, fer fram í borginni Turku í Finnlandi dagana 18.-21. ágúst. Búist var við um 30 YL‘s á fundinn, auk kvenamatöra frá öðrum Evrópulöndum. Íslensku fulltrúarnir eru þær Anna Henriksdóttir, TF3VB og Vala Dröfn Hauksdóttir, TF3VD. Þátttakendur áforma að virkja kallmerkið OH1SYL dagana 21.-23. ágúst frá Katanpaa eyju, […]

,

ARNGRÍMUR JÓHANNSSON TF5AD Í SKELJANESI

Arngrímur Jóhannsson, TF5AD verður sérstakur gestur ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. ágúst. Hann mun flytja stuttan inngang kl. 20:30 og kynna heimildarmynd sem er í vinnslu fyrir sjónvarp um flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og hans á sinfóníunni SOS eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Verkið var flutt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í febrúar s.l. Arngrímur hefur í […]

,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2022

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 20.-21. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (15. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri. Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina. Hann hlakkar til að sjá sem flesta félaga á staðnum og […]

,

UPPFÆRSLA HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri kortastofu ÍRA lauk við árlega uppfærslu á merkingum QSL hólfa stofunnar sunnudaginn 14. ágúst. Mathías sagði, að nú væru 140 félagar með merkt hólf fyrir innkomin QSL kort. Þar sem nýlega hafi bæst við fjöldi nýrra leyfishafa kvaðst hann vilja benda á að nýtt kallmerki fái sérmerkt hólf um leið […]

,

HEIMASÍÐA ÍRA ER Í ÓLAGI

Heimasíða ÍRA hefur verið í ólagi að undanförnu. Ölvir Sveinsson, TF3WZ vefstjóri félagsins vinnur að lausn. Þegar „www.ira.is“ er slegið inn kemur gjarnan það svar sem sést á meðfylgjandi mynd. Til að opna síðuna þarf að ýta á „Reload“ eða F5 eða slá inn http://www.ira.is Þess er vænst að viðgerð takist fljótlega. Stjórn ÍRA.

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja er miðað við 13. ágúst 2022. Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Líkur benda til, að DXCC viðurkenning Einars Pálssonar, TF3EA hafi verið sú fyrsta sem gefin var út til íslensks leyfishafa. Einar virðist hafa verið virkur […]

,

QSO VIÐ TF2EQ í KRÓATÍU

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA er stödd í sumarbúðum YOTA í Króatíu. Í dag (11. ágúst) kl. 16:00 náði hún sambandi við Ara Þórólf Jóhannesson, TF1A þar sem hann var staddur á Akureyri (IPØ5wp) með ferðastöð sína til fjarskipta um Es’hail 2 / QO-100 gervitunglið. Ari sagði að hún hafi náð flott í gegn um […]

,

AFMÆLISFAGNAÐI FRESTAÐ

Á fundi í stjórn ÍRA í gær (9. ágúst) var samþykkt að fresta áður auglýstu boði í tilefni 75 ára afmælis félagsins sem vera átti næstkomandi sunnudag. Ný dagsetning fyrir afmælisfagnaðinn er sunnudagurinn 28. ágúst. Nánar verður skýrt frá viðburðinum þegar nær dregur. Stjórn ÍRA.

,

SUMARBÚÐIR YOTA Í 10 ÁR

Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA ferðaðist til Króatíu frá Hollandi á laugardag til að taka þátt í sumarbúðum „Youngsters On The Air“ verkefnisins, en þetta er 10. árið sem efnt er til sumarbúða á vegum YOTA. Sérstök kallmerki eru virkjuð frá sumarbúðunum; m.a. 9A22YOTA, 9A1YOTA, 9A2YOTA, 9A3YOTA, 9A4YOTA, 9A5YOTA og 9A100QO. Sjá nánar vefslóðina: https://www.ham-yota.com/9a-summer-camp-award/ […]