Entries by TF3JB

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 30. júlí til 5. ágúst 2022. Alls fengu 17 íslensk kallmerki skráningu að þessu sinni á FT4, FT8, tali (SSB) og morsi (CW) á 6, 10, 15, 17, 20 og 80 metrum. Upplýsingarnar eru fengnar á http://www.dxsummit.fi/#/  Sambærilegar síður eru […]

,

OPIÐ HÚS FIMMMTUDAGINN 4. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 4. ágúst. Húsið opnar kl. 20:00. Kaffiveitingar. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Töluvert hefur borist af nýju radíódóti. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

TF ÚTILEIKUNUM LOKIÐ

TF útileikunum 2022 lauk á hádegi í gær, mánudag 1. ágúst. Viðburðurinn gekk með ágætum í þokkalega góðum skilyrðum. Yfir 20 TF kallmerki voru í loftinu um allt  land á 160, 60, 80 og 40 metrum. Reglur voru uppfærðar fyrir leikana í ár og fólst meginbreytingin í því að stytta tímabilið úr 3 í 2 […]

,

ÚTILEIKARNIR HÁLFNAÐIR

TF útileikarnir eru hálfnaðir á hádegi í dag, sunnudag. Virkni hefur verið góð og skilyrði ágæt um allt land. Leikunum lýkur á morgun (mánudag) á hádegi. Uppfærðar reglur hafa komið vel út, en megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Félagsstöðin TF3IRA […]

,

TF ÚTILEIKARNIR ERU UM HELGINA

TF útileikarnir byrja í dag, laugardag 30. júlí – á hádegi. Leikarnir standa í tvo sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, veitir allar upplýsingar: einar52hjágmail.com […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 28. JÚLÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. júlí fyrir félagsmenn og gesti. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Mikið var rætt um tæki og búnað, m.a. nýju K4D stöðina frá Elecraft, en hugsanlega er eintak á leiðinni til landsins á næstu vikum. Einnig var rætt um stóru heimastöðvarnar frá FlexRadio, […]

,

TF3IRA VERÐUR QRV Í ÚTILEIKUNUM

TF útileikarnir byrja á hádegi á laugardag, standa í 2 sólarhringa og lýkur á hádegi á mánudag. Vakin er athygli á uppfærðum keppnisreglum samanber fyrri tilkynningar. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi a.m.k. á laugardag, frá kl. 12-18 og verður félagsaðstaðan opin á sama tíma. Félagsmenn eru hvattir til að líta við og hjálpa við […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI FIMMMTUDAG 28. JÚLÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 28. júlí frá kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri félagsins verður búinn að  flokka innkomin kort. Góður félagsskapur og nýjustu tímaritin fyrir radíóamatöra liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

TF ÚTILEIKAR ÍRA 2022

TF útileikarnir 2022 fara fram um verslunarmannahelgina, 30. júlí til 1. ágúst næstkomandi. Reglur hafa verið uppfærðar. Megin breytingin felst í því að stytta tímabilið úr þremur í tvo sólarhringa og að afnema takmörk á fjölda sambanda. Sjá reglurnar neðar. Heimilt er að hafa sambönd á 160-10 metrum á tali og morsi (SSB og CW) […]

,

HEIMASÍÐA ÍRA

Heimasíða félagsins kemur ekki alltaf inn þegar notað „IRA.IS“. Sundum nægir að smella á „RELOAD“ þegar það kemur upp, en stundum þarf að slá inn „WWW.IRA.IS“ – þá kemur síðan upp með smá töf. Vefstjóri félagsins vinnur að lausn. Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum. Stjórn ÍRA.