,

FRÁ OPNUN SKELJANESI 8. SEPTEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 8. september fyrir félagsmenn og gesti.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakir gestir okkar voru Wesley M. Baden, NA1ME frá Maine í Bandaríkjunum og Peter Ens, HB9RYV frá Sursee í Sviss.

Mikið var rætt um loftnet. Ágúst H. Bjarnason, TF3OM sagði okkur m.a. frá reynslu sinni af að fjarstýra HF loftnetum frá sumarbústað í Haukadal, en Guðlaugur Ingason, TF3GN hefur einmitt hug á að setja upp loftnet við sinn bústað í Svínadal. Einnig var mikið rætt um skilyrðin á böndunum, QO-100 gervihnöttinn og nýju Yaesu FT-710 SDR 100W HF/50 MHz stöðina. Það er einmitt komið verð á hana; €840 frá EU og $1000 frá NA.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í mildu haustveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 19 félagar og 3 gestir í húsi.

Stjórn ÍRA.

Skeljanesi 8. september. Peter Ens HB9RYV, Mathías Hagvaag TF3MH, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID, Þórður Adolfsson TF3DT og Wesley M. Baden, NA1ME.
Wes NA1ME hefur verið leyfishafi frá árinu 1957 og er mikill CW maður. Hann sagði að það væri alltaf jafn góð tilfinning að taka í lykil. Hann hafði nokkur sambönd á morsi frá TF3IRA.
Peter HB9RYV sagði skilyrðin á böndunum á uppleið, en þau hafi ekki verið sérstök að undanförnu.
Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Hans Konrad Kristjánsson TF3FG, Wilhelm Sigurðsson TF3AWS og Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS.
Guðlaugur Ingason TF3GN og Georg Kulp TF3GZ.
Sigurður Harðarson TF3WS færði okkur búnað til tengingar við skjávarpa félagsins þannig að nú fást aukin myndgæði á tjaldið. Þakkir til Sigurðar. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eleven + 17 =