Entries by TF3JB

,

ÁRSSKÝRSLA STJÓRNAR ÍRA 2022/23

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Meðal gagna sem lögð voru fram á fundinum var skýrsla formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Skýrslan var lögð fram á prentuðu formi. Hún skiptist í 15 kafla og tvo viðauka, auk formála og efnisyfirlits. Hún er alls 239 […]

,

CQ WW SSB 160 METRA KEPPNIN 2023

CQ WORLD WIDE 160 metra keppnin á SSB fer fram 24.-26. febrúar.  Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og unnt er við aðrar stöðvar radíóamatöra um allan heim. QSO punktar: QSO við TF stöðvar 2 punktar; innan Evrópu 5 punktar; utan Evrópu 10 punktar og við /MM stöðvar 5 punktar. Margfaldarar: Einingar á DXCC […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 23. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 23. febrúar fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólf félagsins og flokka og raða innkomnum kortum. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

FRÉTTIR FRÁ AÐALFUNDI 2023

Aðalfundur ÍRA árið 2023 var haldinn 19. febrúar í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum. Embættismenn fundarins voru kjörnir þeir Vilhjálmur Í. Sigurjónsson TF3VS, fundarstjóri og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, fundarritari. Alls sóttu 27 félagar fundinn. Eftirtaldir skipa stjórn félagsins fyrir starfstímabilið 2023/24: Jónas Bjarnason, TF3JB, […]

,

AÐALFUNDUR ÍRA ER Á SUNNUDAG

Ágæti félagsmaður! Minnt er á að aðalfundur ÍRA verður haldinn sunnudaginn 19. febrúar 2023. Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 14:00. Dagskrá er samkvæmt 19. gr. félagslaga. f.h. stjórnar ÍRA, Jónas Bjarnason, TF3JBformaður (Fundarboð var formlega sent félagsmönnum og sett á heimasíðu ÍRA og FB síður 27. janúar […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 16. FEBRÚAR

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 16. febrúar. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sambönd voru höfð frá félagsstöðinni TF3IRA á 20M SSB, m.a. til Suður-Ameríku. Ef marka má áhuga og umræður um loftnet, er kominn vortilfinning í menn enda daginn tekið verulega að lengja og skilyrðin batna með degi hverjum á hærri […]

,

CQ WPX RTTY KEPPNIN 2023

WPX RTTY keppnin var haldin helgina 11.-12. febrúar n.k. Keppnisgögnum var skilað inn fyrir 7 TF kallmerki sem kepptu í þremur flokkum: TF1AM, einm.fl., háafl.TF3T, einm.fl., háafl.TF2MSN, einm.fl., lágafl.TF3AO, einm.fl., lágafl.TF3VE, einm.fl., lágafl.TF2CT, einm.fl., QRP afl.TF3IRA, viðmiðunardagbók (e. check-log). Frestur til að skila keppnisgögnum rann út á miðnætti á föstudag 17. febrúar. Skilað var inn […]

,

ARRL CW KEPPNIN 2023 – 18.-19. FEBRÚAR

Morshluti ARRL International DX keppninnar 2023 verður haldinn um komandi helgi, 18.-19. febrúar. Keppnin stendur í tvo sólarhringa; hefst á miðnætti á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Markmiðið er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur sólarhringum við aðrar amatörstöðvar í Bandaríkjunum og Kanada. Mest er hægt að hafa […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 16. FEBRÚAR

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20 til 22 fyrir félagsmenn og gesti. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Nýjustu tímaritin liggja frammi. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.