,

MÆLINGASUNNUDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM, mæta í Skeljanes sunnudaginn 2. apríl. Hugmyndin er að skoða sérstaklega gæði í sendingum VHF/UHF stöðva.

Ari mun hafa meðferðis vönduð mælitæki, þ.á.m. frá Rhode & Schwartz. Búnaðurinn getur mælt eiginleika sendihluta stöðva sem vinna frá 28 til 6000 MHz. Aflgjafar og gerviálög (e. dummy loads) verða á staðnum. Mælibúnaðurinn ræður við að mæla stöðvar sem gefa út að lágmarki 1mW og að hámarki 100W.

Félagsmönnum er með boðið að koma með bílstöðvar og/eða handstöðvar sem vinna í þessum tíðnisviðum. Minnt er á að taka með straumsnúrur og hljóðnema. Og, ef handstöðvar að hafa þær fullhlaðnar.

Húsið verður opnað kl. 13:00. Mælingar hefjast kl. 13:30. Lavazza kaffi á könnunni og kaffibrauð frá Björnsbakaríi.

Stjórn ÍRA.

.

Myndirnar að neðan voru teknar á síðasta “mælingadegi” VHF/UHF stöðva sem þeir Ari og Jón héldu 29. febrúar 2020 (rétt fyrir Covid-19 faraldurinn). Alls mættu 30 félagar og gestir í Skeljanes í það skiptið.

VHF/UHF mælingardagur í Skeljanesi 2020. Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson (bak í myndavél), Jón G. Guðmundsson TF3LM og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM.
Þorvaldur Bjarnason TF3TB, Georg Kulp TF3GZ, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA (bak í myndavél) og Gunnar Bergþór Pálsson TF2BE.
Mathías Hagvaag TF1MH (bak í myndavél), Hörður Bragason TF3HB, Georg Kulp TF3GZ, Sveinn Aðalsteinsson TF1SA og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Síðan koma Baldvin Þórarinsson TF3-033, Sigurður Smári Hreinsson TF8SM, Jón G. Guðmundsson TF3LM og Björgvin Víglundsson TF3BOI (allir með bak í myndavél). Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fourteen + 14 =