Entries by TF3JB

,

TF3LM Í SKELJANESI Á MORGUN, LAUGARDAG

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram á fullu. Á morgun, laugardag 18. mars mætir Jón G. Guðmundsson, TF3LM í Skeljanes með erindið: „Tilraunir með útgeislun frá VHF loftnetum“. Jón segir frá niðurstöðum mælinga sem hann hefur gert á mismunandi tegundum VHF loftneta undanfarin misseri, bæði frá bílum og heimahúsum. Í tilraunum sínum, hefur hann m.a. notast […]

,

FRÁBÆR  FIMMTUDAGUR Í SKELJANESI

Sigurður Harðarson, TF3WS heimsótti okkur í Skeljanes 16. mars með erindið: „Kynning á íslenskri framleiðslu útvarpsviðtækja“. Með Sigurði kom Guðmundur Sigurðsson, sem safnar og hefur gert upp mikið magn af eldri útvarpsviðtækjum. Sigurður rakti vel og útskýrði framleiðslu viðtækjanna Suðra, Vestra, Austra, Sumra og Sindra hjá Viðtækjasmiðju Ríkisútvarpsins, sem starfaði frá 1933-1949, þegar erfitt var […]

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 18.-20. MARS

Maidenhead Mayhem Sprint keppnin fer fram 18.-19. mars; kl. 00:00 á laugardag til kl. 23:59 á sunnudag. CW, SSB og stafrænar teg. útgeislunar á 160, 80, 40, 20, 15 og 10m. https://w9et.com/rules.html BARTG HF RTTY keppnin fer fram 18.-20. mars; kl. 02:00 á laugardag til kl. 01:59Z á mánudag. RTTY á 80, 40, 20, 15 […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS VORIÐ 2023

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs sem verður í boði, bæði í stað- og fjarnámi í Háskólanum í Reykjavík. Námskeiðið hefst 27. mars n.k. og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 27. maí. Kennt verður á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 18:30-21:30. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar […]

,

SKELJANES Á FIMMTUDAG 16. MARS

Vetrardagskrá félagsins heldur áfram á fimmtudag, 16. mars kl. 20:30. Þá mætir Sigurður Harðarson, TF3WS með erindið „Kynning á íslenskri framleiðslu útvarpsviðtækja“. Sigurður hefur m.a. starfað í hollvinafélaginu „Um varðveislu útvarpstækni á Íslandi“. Hann segir að 8 gerðir útvarpstækja hafi verið smíðaðar hjá Viðtækjasmiðju Ríkisútvarpsins sem stofnuð var 1933 og þar hafi verið framleidd einföld […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI SUNNUDAG 12. MARS

Mathías Hagvaag, TF3MH og Jónas Bjarnason, TF3JB mættu á „sófasunnudag“ í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi 12. mars. Umræðuþema var: „Allt um QSL kort“ og var 15 bls. PowerPoint skjali dreift við upphaf fundar. Farið var yfir framlagt efni sem skiptist í nokkra stutta kafla. M.a. sögulegan þátt þar sem kom fram að radíóamatörar hófu að […]

,

RITSTJÓRI CQ TF KALLAR EFTIR EFNI

Næsta tölublað CQ TF, 2. tölublað ársins 2023, kemur út 2. apríl n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, s.s. frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Félagsmönnum er boðið að auglýsa frítt í blaðinu notuð fjarskiptatæki og/eða búnað sem tilheyrir áhugamálinu. Skilafrestur efnis er […]

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS 2023

Í samræmi við starfsáætlun stjórnar ÍRA og að höfðu samráði við Prófnefnd og Umsjónarmann námskeiða, hefur verið ákveðið að kanna áhuga á þátttöku í námskeiði til amatörprófs. Fyrirhugað er að námskeiðið hefjist 27. mars n.k. og ljúki með prófi Fjarskiptastofu 27. maí. Kennt verður þrjá daga í viku í staðnámi og fjarnámi, kl. 18:30-21:30. Námskeiðið […]

,

SKELJANES Á SUNNUDAG 12. MARS

Ný vetrardagskrá ÍRA heldur áfram.   Næsti viðburður verður í boði 12. mars kl. 11:00; svokallaður „sófasunnudagur á messutíma“. Þeir Mathías Hagvaag, TF3MH og Jónas Bjarnason, TF3JB verða með umræðuþemað: „Allt um QSL kort“. Húsið opnar kl. 10:30 en viðburðurinn hefst kl. 11 stundvíslega og miðað er við að umræðum ljúki um kl. 12 á […]