,

TF3EK Í SKELJANESI Á FIMMTUDAG

Næsti viðburður á vetrardagskrá ÍRA er í boði fimmtudaginn 27. apríl. Þá mætir Einar Kjartansson, TF3EK í Skeljanes með erindið: „Búnaður og aðferðir sem henta í SOTA“.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Það snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir 910.

Einar mun kynna SOTA verkefnið, fjalla um búnað sem heppilegur er að taka með á fjöll og segja frá eigin reynslu og aðferðum. Hann mun m.a. sýna hluta búnaðarins á staðnum.

Einar er okkar reyndasti maður í SOTA og náði t.d. 1000 stigum í verkefninu þegar á árinu 2020; árangur sem byggði á virkjun 186 íslenskra fjallatinda. Hann er eini íslenski leyfishafinn sem er handhafi „Mountain Goat Trophy“ verðlaunanna. Alls hafa um 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/

Erindið hefst stundvíslega kl. 20:30. Veglegar kaffiveitingar.

Stjórn ÍRA.

.

Fjarskiptaaðstaða TF3EK á fjallatoppi í sumarsól. Búnaður: Yaesu FT-857D, LDG 100 loftnetsaðlögunarrás og fartölva. Mynd: TF3EK
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 + 17 =