Entries by TF3JB

,

LAUGARDAGSOPNUN FRESTAST

Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW: Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá laugardaginn 22. apríl, frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Fyrri tilkynning þessa efnis var sett á netið 17. apríl. Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Stjórn ÍRA.

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 14.-20. apríl 2023. Alls fengu 17 TF kallmerki skráningu. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á morsi (CW), fjarritun (RTTY) og tali (SSB). Bönd: 12, 15, 17, 20, 40, 60 og 80 metrar. Kallmerki fær […]

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 2023, ÚRSLIT.

Sælir félagar! Úrslit liggja fyrir. Þetta var hörð barátta og „geggjuð“ Páskahelgi. Það voru 23 stöðvar sem léku með. Takk fyrir þátttökuna allir. Góðar stundir með skemmtilegum hópi virkra radíóamatöra. TF2MSN er “QSO kóngur” leikanna 2023. Hann heldur titlinum sem fyrr! 73 de TF8KY. . # NAFN OG KALLMERKI QSO FJÖLDI HEILDARSTIG 1. Hrafnkell Sigurðsson, […]

,

GLEÐILEGT SUMAR!

Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar! Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Stjórn ÍRA.

,

TF3WARD VAR QRV Á ALÞJÓÐADAGINN

Kallmerki ÍRA, TF3WARD var virkjað á Alþjóðadag radíóamatöra þriðjudaginn 18. apríl. Viðskeytið stendur fyrir World Amateur Radio Day en þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum. TF3WARD var virkjað á alþjóðadaginn frá  félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Alls voru höfð 390 QSO á 2 metrum […]

,

18. APRÍL, ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 98 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa. Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur […]

,

NÆSTA OPNUN Í SKELJANESI 27. ARPÍL

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Áður kynnt erindi Sigurðar R. Jakobssonar, TF3CW „Þátttaka í alþjóðlegum keppnum erlendis frá“ laugardaginn 22. apríl frestast af óviðráðanlegum ástæðum. Ný dagsetning verður kynnt fljótlega. Næsti opnunardagur í Skeljanesi er fimmtudagur 27. apríl. Dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Stjórn ÍRA. .

,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR HELGINA 22.-23. APRÍL

YOTA keppnin fer fram á laugardag 22. apríl frá kl. 08:00 til 19:59. Bönd: 80, 40, 20, 15 og 10 metrar á CW og SSB.https://www.ham-yota.com/contest/ „Youngsters On The Air (YOTA)“ keppnirnar verða þrjár í ár (2023), þ.e. 22. apríl (08:00-19:59) – 22. júlí (10:00-21:59) – og 30. desember (12:00-23:59). QRP TO THE FIELD keppnin fer […]

,

VEL HEPPNAÐUR LAUGARDAGUR Í SKELJANESI

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mætti í Skeljanes laugardag 15. apríl með kynningu á nýja Starlink internetbúnaðinum. Afar áhugaverð og vel heppnuð kynning. Ari hefur kynnt sér búnaðinn vel og er einn af fyrstu notendum Starlink hér á landi. Þetta er merkilegur búnaður því aðeins þarf loftnet sem er 1×1 metri (flatt) og rúmar alls 1280 […]

,

SKELJANES Á LAUGARDAG.

Laugardaginn 15. apríl mætir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A í Skeljanes með kynninguna: Internet um gervitungl – ódýr valkostur (Starlink). Ari var í hópi þeirra fyrstu hér á landi sem fékk Starlink búnað frá Elon Musk til að tengjast netinu um gervitungl. Að sögn Ara er niðurhal ótakmarkað og það mesta/besta sem er í boði hér […]