Entries by TF3JB

,

TF1A VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir um þessa helgi, 19.-20. ágúst. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni um QO-100 gervitunglið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Georg Kulp, TF3GZ heimsóttu hann í gær (19. ágúst) þegar hann var QRV frá vitanum og tók Vilhjálmur meðfylgjandi ljósmyndir. Búnaður Ara var 90cm loftnetsdiskur á þrífæti, […]

,

HÖSKULDUR ELÍASSON, TF3RF ER LÁTINN.

Höskuldur Elíasson, TF3RF hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt upplýsingum í Mbl. Í dag lést hann í Landspítalanum 9. þ.m. Höskuldur var á 94. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 37. Um leið og við minnumst Höskuldar með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd stjórnar ÍRA, […]

,

TOKYO HAM FAIR SÝNINGIN 2023

45. Tokyo Ham Fair sýningin verður haldin í Tokyo Big Sight sýningarhöllinni helgina 19.-20. ágúst. Það er landsfélag radíóamatöra í Japan, JARL sem stendur að viðburðinum. Þetta er stærsta árlega sýningin fyrir radíóamatöra sem haldin er í Asíu og er búist við um 30 þúsund gestum. Ekki er vitað um að íslenskir leyfishafar heimsæki sýninguna […]

,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2023

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin helgina 19.-20. ágúst. Vefslóð viðburðarins: https://illw.net/index.php/entrants-list-2023 Einn íslenskur viti hafði verði skráður í dag 16. ágúst. Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A mun virkja vitann um QO-100 gervihnöttinn. Bestu þakkir til Ara Þórólfs fyrir fyrir gott framtak. Stjórn ÍRA.

,

SARTG WW RTTY KEPPNIN 2023

Scandinavian Amateur Radio Teleprinter Group World Wide RTTY keppnin verður haldin helgina 19.-20. ágúst. Keppnin er þrískipt og fer fram kl. 00:00-08:00 og kl. 16:00-24:00 á laugardag og kl. 08:00-16:00 á sunnudag. Hún fer fram á RTTY á 80 , 40, 20, 15 og 10 metrum. Skilaboð: RST + raðnúmer. Með ósk um gott gengi! […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI FIMMTUDAG 17. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 17. Ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

NÁMSKEIÐ ÍRA TIL AMATÖRPRÓFS Í SEPTEMBER

Námskeið ÍRA til amatörprófs verður haldið dagana 25. september til 7. nóvember  í  Háskólanum í Reykjavík, bæði í staðnámi og fjarnámi. Hægt er að mæta í kennslustofu þegar það hentar eða vera yfir netið þegar það hentar. Námskeiðið er öllum opið og eru ekki gerðar kröfur um sérstaka menntun eða undirbúning. Kennt verður á mánudögum, […]

,

OPIÐ VAR Í SKELJANESI 10. ÁGÚST

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 10. ágúst. Umræður voru á báðum hæðum, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á FM á 2 metrum og á morsi á 17 metrum. Yfir kaffinu var m.a. rætt um TF útileikana sem haldnir voru um síðustu helgi og báru menn saman bækur sínar. Einar Kjartansson, TF3EK […]

,

WORKED ALL EUROPE KEPPNIN Á MORSI

Ein af stóru keppnum ársins er Worked All Europe (WAE) keppnin. Morshlutinn verður haldinn helgina 12.-13. ágúst. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er leyfð samanlagt í mest 36 klst. Markmiðið er að hafa sambönd við stöðvar utan Evrópu, þ.e. sambönd innan Evrópu gilda ekki í keppninni.  Skilaboð: RST+raðnúmer. QTC skilaboð gefa punkta aukalega. […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Á RAUFARHÖFN QRT

KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Raufarhöfn var tekið niður í gær, 8. ágúst. Það hafði verið tengt í fjögur ár; var sett upp 10. ágúst 2019. Georg leitar að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækið. KiwiSDR viðtæki Georgs á Bjargtöngum verður áfram QRV ásamt viðtæki Árna Helgasonar, TF3AH. Þakkir til þeirra Georgs […]