TF1A VIRKJAÐI KNARRARÓSVITA
Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin stendur yfir um þessa helgi, 19.-20. ágúst. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A virkjaði Knarrarósvita að þessu sinni um QO-100 gervitunglið. Vilhjálmur Í. Sigurjónsson, TF3VS og Georg Kulp, TF3GZ heimsóttu hann í gær (19. ágúst) þegar hann var QRV frá vitanum og tók Vilhjálmur meðfylgjandi ljósmyndir. Búnaður Ara var 90cm loftnetsdiskur á þrífæti, […]
