,

ALÞJÓÐLEGAR KEPPNIR 7.-8. OKTÓBER

TRX DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 06:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 18:00. Keppnin fer fram á morsi og tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RS(T) + raðnúmer.
https://trcdx.org/img/TRCDXC_rules_eng_2021.pdf

Oceania DX keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 07:00 og lýkur á sunnudag 8. október kl. 07:00. Keppnin fer fram á tali á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RS + raðnúmer.
https://www.oceaniadxcontest.com/

Russian WW Digital keppnin 2023 hefst á laugardag 7. október kl. 12:00 og lýkur á sunnudag 8. Október kl. 11:59. Keppnin fer fram á BPSK63 og RTTY á 160, 80, 40, 20, 15 og 10 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST (Q) + raðnúmer.
https://www.rdrclub.ru/rdrc-news/russian-ww-digital-contest/51-rus-ww-digi-rules

UBA ON keppnin 2023 stendur yfir á laugardag 7. október frá kl. 06:00-09:00. Keppnin fer fram á morsi á 80 metrum.
Skilaboð TF stöðva: RST + raðnúmer.
https://www.uba.be/en/hf/contest-rules/contest

Með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

Skemmtileg mynd frá þátttöku TF3IRA í BARTG RTTY keppninni 1976 í fleirmenningsflokki. QTH var félagsaðstaða ÍRA við Vesturgötu. Þátttakendur: Kristinn Andersen TF3KX, Jónas Bjarnason TF3JB, Kristján Benediktsson TF3KB og Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA. TF3JB og TF3UA sitja við Teletype Model 15 og 19 vélar. Félagið var þá nýbúið að fá Teletype 19 vél með strimilgatara og lesara. Fyrir keppnina var sett upp nýtt LW loftnet fyrir sambönd til Evrópu en annað (eldra) LW net var notað fyrir sambönd til Norður-Ameríku. Í keppninni var m.a. haft fyrsta sambandið frá TF3IRA á RTTY á 80 metrum. Ljósmynd: TF3KM. Þakkir til TF3KB fyrir myndina.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seventeen + 17 =