,

VIÐTÆKIN Á BJARGTÖNGUM QRT

Aðstaðan á Bjargtöngum, vestasta tanga Íslands og ysta odda Látrabjargs (fyrir 3. október 2023). Ljósmynd: TF3GZ.

KiwiSDR viðtæki Árna Helgasonar, TF4AH og Georgs Kulp, TF3GZ yfir netið á Bjargtöngum voru tekin niður í morgun, 3. október þegar rekstraraðili loftnetsturnsins tók hann niður. Leitað er að nýjum stað til uppsetningar fyrir tækin.

Á Bjargtöngum voru 2 KiwiSDR viðtæki. Annað frá TF4AH (tengt 2018) og hitt frá TF3GZ (tengt 2020). Þegar fyrra viðtækið fyllist (8 notendur) færðist hlustunin sjálfvirkt inn á það síðara.

Bent er á að KiwiSDR viðtæki Georgs Kulp, TF3GZ sem sett var upp 22. september s.l. á Stapa á Reykjanesi er virkt. Vefslóð: http://stapi.utvarp.com/

Stjórn ÍRA.

Byrjað að taka turninn niður í morgun kl. 10 þann 3. október. Ljósmynd: TF4AH.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =