OPIÐ VAR Í SKELJANESI 25. JANÚAR
Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi var opin fimmtudaginn 25. janúar. Góðar umræður, menn hressir og TF3IRA var í loftinu á 14 MHz á morsi. Sérstakur gestur okkar var Sergii Matlash, US5LB frá Úkraínu. Serge hefur verið búsettur á Suðurnesjum um nokkurra mánaða skeið. Hann er mikill áhugamaður um mors og færði félaginu að gjöf tvo morslykla. […]
