Entries by TF3JB

,

Heimasíða, póstlisti og eldri fréttir

Að undanförnu hafa nokkrir félagsmenn lent í vandræðum við að sækja efni og/eða að tengjast vefum Í.R.A. Hér á eftir er stuttlega fjallað um: (1) Aðgang að þeim hluta heimasíðu félagsins sem er lokaður öðrum en félagsmönnum; (2) póstlista Í.R.A.; og (3) leiðbeiningar um hvernig kalla má fram eldri fréttir á heimasíðunni. Hvað varðar aðgangskóða, […]

,

CQWW DX CW keppnin 2010 nálgast

CQWW DX CW keppnin 2010 verður haldin helgina 27.-28. nóvember n.k. Líkt og fyrri ár hefur fjöldi DX-stöðva tilkynnt um þátttöku. Ein íslensk stöð er þar á meðal, TF3CW, sem hefur tilkynnt um þátttöku í keppninni á 20 metrum. Sjá nánar á heimasíðu NG3K; http://www.ng3k.com/Misc/cqc2010.html Keppnisreglurnar hafa verið þýddar á 15 tungumál og má sjá […]

,

Glæsilegur árangur hjá TF8GX í SAC SSB keppninni

Guðlaugur K. Jónsson, TF8GX, náði glæsilegum árangri í SSB-hluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 8.-9. október s.l. Samkvæmt niðurstöðum keppnisnefndar SAC, þann 10. nóvember s.l., er Gulli Norðurlandameistari í einmenningsriðli í “Multiband LP” flokki á SSB árið 2010. Niðurstöður fyrir fyrstu þrjú sætin eru þessi: 1. sæti: TF8GX – 1239 QSO – 2745 […]

,

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

TF1RPB (“Páll”) varð QRV á ný frá Bláfjöllum í dag, 9. nóvember, um kl. 13:00. Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið í morgun og tengdi Zodiac endurvarpann á ný. Hann hefur verið endurforritaður hvað varðar útsendingartíma (e. time-out) og er hann nú stilltur á 4 mínútur. Til upprifjunar eru vinnutíðnir endurvarpans þessar: 145.150 MHz RX […]

,

Loksins auðvelt að panta prentun á QSL kortum

Ársæll Óskarsson, TF3AO, gerðist fyrir nokkru fulltrúi UX5UO Print prentsmiðjunnar í Úkraínu hér á landi. Prentsmiðjan er í eigu Gennady V. Treus, UX5UO, sem hefur verið leyfishafi frá 1967. Gennady segir á heimasíðu fyrirtækisins http://www.ux5uoqsl.com/ að hann hafi prentað QSL kort fyrir alls 11.830 mismunandi kallmerki í 300 DXCC löndum (m.v. 1.11. s.l.). Í nýlegu […]

,

Þátttakan frá TF í CQWW SSB DX keppninni um s.l. helgi

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði frábærum árangri í CQWW SSB DX keppninni sem haldin var helgina 30.-31. október s.l. Hann hafði nær 3.200 QSO, 36 svæði og 160 DXCC einingar á 27 klst. þátttöku á 14 MHz. Hann vann frá eigin QTH í Garðabæ, notaði QRO afl og 4 stika Yagi einsbandsloftnet í bylgjulengdar hæð. […]

,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

Þrátt fyrir frostkalt kvöld í Reykjavík fimmtudaginn 4. nóvember 2010, mættu 22 leyfishafar í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi til að hlýða á erindi Ara Þórólfs Jóhannessonar, TF3ARI, um gervitungl radíóamatöra. Þetta yfirgripsmikla efni var sérlega vel afgreitt frá hendi Ara og þegar í upphafi var ljóst að þar fór maður sem talaði af reynslu og […]

,

TF3ARI verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og nefnist erindið “Fjarskipti um gervitungl radíóamatöra”. Ari hefur verið QRV á VHF/UHF tíðnum um gervihnetti radíóamatöra um árabil og hefur m.a. nýlega gert áhugaverðar tilraunir með DX-sambönd með einfaldri 5W handstöð á FM tegund […]

,

Fróðlegt erindi TF3CY um EME á 50 MHz

Benedikt Sveinsson, TF3CY, flutti áhugavert erindi um EME-tilraunir sínar í sumar, fimmtudagskvöldið 28. október. Benedikt vann m.a. það afrek að verða fyrstur íslenskra radíóamatöra til að hafa samband með því að nota tunglið til að endurkasta merki frá Íslandi á 50 MHz í júlí s.l. Fyrsta sambandið var við stöð í Bandaríkjunum. Í ágúst s.l. […]

,

CQWW SSB DX keppnin 2010 um næstu helgi

CQWW SSB DX keppnin 2010 verður haldin um helgina 30.-31. október n.k. Hún hefst á miðnætti á föstudagskvöld og endar á miðnætti á sunnudagskvöld. Keppnin er ein af þessum stóru tveggja daga keppnum þar sem allir keppa á móti öllum. Reglurnar má sjá hér: http://www.cqww.com/rules.htm Fyrir þá sem ekki ætla að taka þátt af alvöru […]