,

8 milljónir stiga í CQ World-Wide WPX keppninni

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, tók þátt í CQ Word-Wide WPX keppninni (SSB hluta) helgina 26.-27. mars og gekk framúrskarandi vel. Niðurstaðan var: 3.285 QSO og 1170 forskeyti eða alls 8.085.560 stig. Sigurður notaði hámarks leyfilegan þátttökutíma í keppninni, eða 36 klst. en miðað er við 12 klst. lágmarkshvíld keppenda. Sigurður var að jafnaði með 91,4 QSO á klst., sem samsvarar 1,8 QSO á mínútu – allan þátttökutímann; enda voru skilyrðin mjög góð. Til marks um það má nefna að hann gat haldið sömu vinnutíðni í 10 klst. samfleytt (QRG 14,154 MHz). Sigurður keppti í einmenningsflokki, hámarksafli, á 14 MHz. Hann notaði 4 staka ZX einbands Yagi loftnet í 20 metra hæð.

Stjórn félagsins óskar Sigurði til hamingju með þennan frábæra árangur.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

six − 3 =