,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3AM

Andrés Þórarinsson, TF3AM, fjallaði um einfaldar og ódýrar lausnir í loftnetamálum. Ljósmynd: TF3LMN.

Andrés Þórarinsson, TF3AM, flutti áhugavert og skemmtilegt erindi í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 10. mars. Erindið nefndi hann Loftnet sem allir geta smíðað. Hann fjallaði m.a. um einfaldar og ódýrar lausnir út frá hönnun tvípóla og einsbands og tveggja banda lóðréttra stanga (e. verticals). Þá kynnti hann EZNEC loftnetsforritið frá W7EL (sem sækja má ókeypis á netið). Hann sýndi m.a. áhugaverð dæmi um hönnun loftneta á 7 MHz. En með aðstoð forritsins má auðvelda mikið vinnu í sambandi við loftnetahönnun. Andrés sýndi mismunandi útgeislunarhorn mismunandi loftneta, m.a. eftir stærð (þ.e. sem hlutfall úr bylgjulengd) og eftir staðsetningu yfir jörð. Einnig, hve auðvelt er í raun að aðlaga fæðilínu loftnetum á lægri böndunum þegar aðstæður eru takmarkandi hvað varðar uppsetningu loftneta í fullri stærð. Góð mæting var í Skeljanesinu (29 félagsmenn) og svaraði Andrés greiðlega spurningum félagsmanna að loknum erindisflutningi.

Álrör, fáanleiki þeirra hér á landi og loftnetasmíð. Sigurður Óskarsson, TF2WIN, aðstoðaði. Ljósmynd: TF3LMN.

Sýnishorn af ýmsum “hjálparhlutum” sem Andrés notar við hönnun/uppsetningu eigin loftneta. Ljósm.: TF3LMN.

Andrés kom vel birgur af margskonar „hjálparhlutum” fyrir þá sem eru í loftnetahugleiðingum. Hann sýndi m.a. hversu auðvelt er að nota loftnet sem sagað hefur verið af af gömlu sjónvarpi á 144 MHz og einnig væri lítið mál er að hanna 1/4? loftnet úr ídráttarvír til notkunar á 144 MHz. Hann fjallaði ennfremur um álrör og þau fyrirtæki sem selja slíkt efni hérlendis (sbr. mynd 2). Einnig sýndi hann hagkvæma (en ódýra) heimasmíðaða loftnetsaðlögunarrás í gömlu kökuboxi.

Bestu þakkir til Andrésar Þórarinssonar, TF3AM, fyrir erindisflutninginn og til Jóns Svavarssonar, TF3LMN, fyrir myndatökuna

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + four =