,

TF3W verður QRV í RDXC keppninni 19.-20. mars

Frá vinstri: TF3SA, TF3DC, TF3JA og TF3CW ræða um sérstöðu RDXC keppninnar. Ljósmynd: TF3LMN.

Ákveðið hefur verið að félagsstöðin verði virkjuð í The Russian DX Contest 2011 (RDXC) sem verður haldin um helgina, 19. til 20. mars. Um verður að ræða æfingar- og kynningarkeppni fyrir félagsmenn sem vilja kynnast og fá leiðbeiningar um þátttöku í alþjóðlegum keppnum. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, mun leiðbeina og verða til aðstoðar. RDXC er heppileg sem „æfinga- og kynningarkeppni” þar sem hún er sólarhringskeppni (stendur yfir í 24 klst.) og keppt er bæði á CW og SSB, auk þess sem er þægilegt að hún hefst kl. 12 á hádegi á laugardegi og lýkur á sama tíma á sunnudegi.

Sigurður, TF3CW, gerir uppkast að viðverutöflu fyrir þátttakendur í keppninni. Ljósmynd: TF3LMN.

Verkefnið hefur verið til umræðu og í mótun á meðal áhugasamra sem hafa mætt í félagsaðstöðuna nokkra undanfarna fimmtudaga og var nánar til kynningar að afloknu erindi TF3AM í Skeljanesinu s.l. fimmtudag (10. mars). Þá var settur upp þátttökulisti og er þegar fullbókað í keppnina. Fyrirhugað er, að hópurinn hittist á laugardag kl. 09:00 í Skeljanesi og mun Sigurður undirbúa hópinn fyrir keppnina. Þótt fullbókað sé í keppnina, er áhugasömum félagsmönnum velkomið að mæta og fylgjast með. Þrátt fyrir að um æfinga- og kynningarkeppni sé að ræða, er markið sett hátt, eða á a.m.k. 2000 QSO. Kallmerkið TF3W verður notað í keppninni.

SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins verður m.a. notað í RDXC keppninni. Ljósmynd: TF2JB.

Sjá nánar: http://www.rdxc.org/asp/pages/rulesg.asp

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =