,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX/M, nærri Bíldudal á Vestfjörðum haustið 2010. Ljósmynd: Þorvaldur, TF4M.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 17. mars n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, og mun hann nú flytja okkur síðari hluta erindisins “Sendiloftnet TF4M á 160 metrum; sjónarmið við hönnun” en fyrri hlutinn var fluttur fyrir þremur vikum. Vilhjálmur segir sjálfur, að sem áður muni hann leitast við að setja efnið þannig fram, að hvorutveggja höfði til byrjenda sem og þeirra sem eru lengra komnir í loftnetafræðum.

Síðast lagði Vilhjálmur upp með grundvallarspurninguna um lárétta eða lóðrétta skautun og hvernig það tengist þeim vanda sem er samfara hönnun loftneta þegar bylgjulengdin er 160 metrar og ekki reynist unnt að koma þeim hærra en sem nemur 1/8 úr bylgjulengd eða svo. Hann útskýrði einnig áhrifin af jarðleiðni, ekki síst kosti þess að hafa loftnet við sjávarsíðuna eins gert var með umrætt loftnet. Loks drap hann á áhrifin af mismunandi hæð lóðréttra loftneta. Í síðari hluta erindis síns mun hann fjalla um tapsvalda og sjónarmið við hönnun topphatts og mótvægis, með nýtni að leiðarljósi.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að taka frá næstkomandi fimmtudagskvöld og mæta stundvíslega í Skeljanesið. Kaffiveitingar verða í boði félagsins.

Vilhjálmur, TF3DX, við tengikassa fyrir fæðilínu í 160 metra sendiloftnet TF4M haustið 2010. Ljósmynd: TF4M.

TF2JB

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =