,

QSL – Bureau – flokkun korta eftir löndum

Sælir félagar, mig langar að biðja alla í mestu vinsemd, sem skila ínn kortum til QSL Bureau að flokka þau vandlega eftir löndum (ekki í stafrófsröð).  Það er mjög tímafrekt fyrir QSL Manager að standa í því að flokka kort sem ekki eru flokkuð eftir löndum.  Oft flækjast stök kort inn á milli, t.d.eitt kort JY inni á milli korta sem eiga að fara á JA.  Vinsamlegast skoðið vel upplýsingar á heimasíðu ÍRA og QSL Bureau um þau lönd sem ekki starfrækja QSL Bureau.  Það er ekki hægt að leggja það á núverandi QSL Manager nema í undantekningartilvikum að taka við kortum sem stíluð eru á QSL Bureau sem ekki eru starfrækt.

Það gildir eftir sem áður að kort sem fara til þýskalands skal einnig raða og flokka eftir forskeytum, þ.e. DE, DF, DM o.s.frv. Þvi til viðbótar er nú vinsamlegast komið á framfæri að kortum sem fara til USA, Bandaríkja N-Ameríku sé raðað saman eftir svæðum, þ.e. W1, K1, WA1 saman o.s.frv.

Allt er þetta sagt til að auka skilvirkni QSL Buerau svo og að þjónusta QSL Bureau megi vera til fyrirmyndar.

73

Guðmundur, TF3SG

Sjá nánar: http://www.ira.is/pages/viewpage.action?pageId=4194457

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nine + 3 =