Entries by TF3JB

,

Próf 28. apríl, undirbúningsfundur á föstudag

Alls skráðu sig 15 manns í fyrirhugað próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu Í.R.A. nýlega. Stjórn félagsins hefur nú borist jákvæð umsögn prófnefndar félagsins hvað varðar prófhald laugardaginn 28. apríl. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Í.R.A. hefur, í framhaldi, farið þess formlega á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að prófið verði […]

,

Fimmtudagserindið þann 29. mars n.k.

            Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 29. mars kl. 20:30. Erindið verður þrískipt og í flutningi þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúels Þórs Guðjónssonar, TF2SUT. (Joseph mun flytja sinn hluta á ensku). 1. Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina

CQ World-Wide WPX keppnin á SSB fer fram helgina 24.-25. mars næstkomandi.Keppnin hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23.59. Keppt er á öllum böndum, þ.e. 1.8 til 28 MHz. Í einmenningskeppninni (e. single operator) eru alls 7 keppnisriðlar í boði. Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg […]

,

Heimildarmynd frá T32C sýnd á fimmtudag

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning DVD-heimildarmyndar frá DX-leiðangrinum T32C til Austur-Kiribati í Kyrrahafi fimmtudaginn 22. mars kl. 20:30. Leiðangurinn var QRV dagana 27. september til 24. október s.l. og náðust alls 213.169 QSO sem er mesti fjöldi sambanda sem náðst hefur í einum leiðangri hingað til. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og […]

,

Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti erindið Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? þann 15. mars í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið var mjög áhugavert, vel flutt og veitti framúrskarandi góða innsýn í umfjöllunarefnið út frá fræðilegum forsendum og beitingu í reynd. Um 30 félagsmenn og gestir sóttu erindið og stóðu umræður fram undir kl. 23. Stjórn Í.R.A. þakkar […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. mars kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið: Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? Vilhjálmur mun kynna uppfærða útgáfu ICNIPRcalc forrits IARU Svæðis 1 sem nefnist ICNIRPcalc V1.01 sem nú er boðið á ensku, frönsku og þýsku. Auðvelt er að setja ýmsar breytur inn í forritið, […]

,

Skráningu lýkur á föstudag

Skráningu í próf til amatörleyfis lýkur föstudaginn 16. mars næstkomandi. Áhugasamir geta skráð nafn sitt á “ira hjá ira.is”. Fyrirspurnum má jafnframt beina á sama töluvpóstfang. Hugmyndin er, að bjóða upp á próf í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi laugardaginn 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist. Fáist næg þátttaka, mun félagið bjóða upp […]

,

RDXC, Russian DX keppnin 2012

19. alþjóðlega RDXC keppnin verður haldin á vegum SSR helgina 17.-18. mars n.k. Í boði eru 10 keppnisriðlar á öllum böndum, 160m-10m. Keppnin er „sólarhringskeppni” sem hefst á hádegi laugardaginn 17. mars. Heimilt er að keppa á morsi, tali eða báðum tegundum útgeislunar (e. mixed). Skipst er á RS(T) og raðnúmeri sem hefst á 001, en rússneskar stöðvar gefa upp RS(T) […]

,

TF3ML setur nýtt fjarlægðarmet á 50 MHz

Ólafur B. Ólafsson, TF3ML og Kari Hämynen, OH7HXH, settu nýtt fjarlægðarmet innan IARU Svæðis 1 þann 4. mars 2012 þegar þeir höfðu samband á SSB yfir norðurljósabeltið (e. aurora) á 50 MHz. Fjarlægðin er alls 2.522 km. Ólafur átti reyndar fyrra metið í þessum flokki, sem hefur staðið óbreytt frá árinu 2000, þegar hann hafði samband við ES2QM. Fjarlægðin […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KX

Kristinn Andersen, TF3KX, flutti fimmtudagserindið þann 8. mars og nefndist það QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda. Erindið var bæði áhugavert og bráðskemmtilegt og þurftu félagsmenn margs að spyrja. Um 30 félagsmenn og gestir mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi. Kristinn fjallaði m.a. um alþjóðlegar skilgreiningar á QRP afli og QRPp afli sem er mest 5W annars vegar, og 1w […]