,

Frestur framlengdur til 14. september n.k.

Úr félagsstarfinu. Frá erindi Andrésar Þórarinssonar TF3AM þann 12. janúar 2012. Ljósmynd: TF2JB.

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 5. þ.m. var samþykkt að framlengja áður auglýstan frest til félagsmanna sem áhuga hafa á að taka sæti í starfshópi er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn eða að senda tölvupóst á ira (hjá) ira.is fyrir 14. september n.k.

Gert er ráð fyrir að starfshópurinn verði formlega skipaður á stjórnarfundi þann 14. september. Miðað er við að hópurinn skili síðan tillögum sínum til stjórnar fyrir 13. maí 2013, með það fyrir augum að málið verði formlega til kynningar á aðalfundi félagsins 2013.

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A., verður formaður starfshópsins og mun svara fyrirspurnum um verkefnið.

Ofangreindu til staðfestingar,

Jónas Bjarnason, TF2JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − 6 =