Entries by TF3JB

,

SAC keppnin á morsi er 15.-16. september n.k.

Morshluti Scandinavian Activity Contest, SAC keppninnar 2012 fer fram um þarnæstu helgi, þ.e. 15.-16. september. Keppnin hefst kl. 12:00 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma sólarhring síðar. Sex keppnisflokkar eru í boði fyrir stöðvar á Norðurlöndunum, og má velja um að keppa á öllum böndum, lágafli, háafli, QRP eða á einu bandi. Sérstakur keppnisflokkur er í […]

,

WAS viðurkenningaskjölin komin úr innrömmun

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu úr innrömmun í dag, þann 3. september. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar. Viðurkenningaskjölunum verður nú valinn staður í […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast frá kl. 09 í gær (2. september) til sama tíma í dag, 3. september. Í morgun stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir muni halda áfram […]

,

Glæsilegur árangur TF3CW á heimsmælikvarða

Í septemberhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 26.-27. nóvember 2011. Þátttaka var góð frá TF en alls sendu 9 TF stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á 8 mismunandi keppnisflokka. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. […]

,

Eindagi félagsgjalda er 1. september

Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda er í dag, 1. september samkvæmt útsendingu gíróseðla sem fram fór í júnímánuði. Samkvæmt félagslögum er innheimt eftir tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, […]

,

Skilafrestur í TF útileikunum er til 7. september

Með þessum tölvupósti vil ég minna þá sem tóku þátt í útileikum dagana 3.-6. ágúst s.l.á að frestur til að skila inn loggum er langt genginn. Ég veit að það voru fleiri í loftinu þessa daga en þegar hafa sent inn logga. Því vil ég hvetja þá sem enn eiga eftir að senda inn logg, að […]

,

Lagfæringar og tilraunir í Skeljanesi

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudagskvöldið 23. ágúst. Þessa dagana er m.a. unnið að því að ljúka frágangi félagsstöðvarinnar fyrir veturinn. TF3Y kom og forritaði annarsvegar, SteppIR 3E Yagi loftnet félagsins og hinsvegar, AlfaSpid RAK rótor félagsins. SteppIR loftnetið er nú frágengið á öllum böndum á mors- og talsvæðum bandanna. Þá voru minniseiningar rótorsins forritaður í eftirfarandi stefnur: 20°(JA) 100°(EU) 160°(AF) 210° […]

,

Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn

Vilhjálmur Freyr Jónsson, TF3VF, er látinn. Á Mbl.is kemur fram í dag að hann hafi látist á gjörgæsludeild Landspítalans eftir mótorhjólaslys á Sandskeiði á sunnudag. Vilhjálmur Freyr var handhafi leyfisbréfs nr. 357 og félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 47. aldursári. Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Vilhjálms hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

,

Starfshópur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A.

Áður auglýstur frestur til tilnefninga í starfshóp er geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. rennur út þann 14. september n.k. Starfshópurinn verður formlega skipaður á stjórnarfundi síðar í mánuðinum. Hópurinn mun vinna að verkefninu í vetur og er miðað við að vekefnaskil til stjórnar eigi síðar en 13. maí. Málið verður í framhaldi til formlegrar kynningar á aðalfundi félagsins […]

,

Vita- og vitaskipahelgin 2012 í veðurblíðu

Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin hófst í dag, laugardaginn 18. ágúst og stendur hún yfir fram á sunnudag. Veðrið við Garðskagavita var í einu orði sagt “frábært”; heiður himinn, 17°C lofthiti og logn. Samkomutjald félagsins var komið upp um hádegisbilið og félagsstöðin, Kenwood TS-2000, varð QRV skömmu síðar. Þakkir til TF3FIN (og TF3FIN yngri), TF3IG, TF3JA, TF3-Ø33 […]