TF3IRA að fullu QRV á ný á 14-52 MHz
Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21, 24, 28 og 50 MHz. […]
