Entries by TF3JB

,

Skínandi góður laugardagur í Skeljanesi

Laugardaginn 6. október mætti Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með hraðnámskeið (sýnikennslu) í Skeljanes fyrir þá félagsmenn sem vildu læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Alls mættu 10 félagar í félagsaðstöðuna stundvíslega kl. 10 árdegis. Vilhjálmur Þór hóf dagskrána á vel fram settum fræðilegum inngangi. Hann skeiðaði síðan léttilega í gegnum spurningar viðstaddra og þegar kom að því að sýna […]

,

Spennandi tilraunir á VHF og UHF á laugardegi

Líkt og kunnugt er, var Kenwood endurvarpi félagsins sem var tengdur við TF8RPH á Garðskaga fluttur þann 9. september s.l. til TF1RPH í Bláfjöllum og skipt út fyrir stöðina þar sem varð fyrir eldingu. Í því augnamiði að nota aðstöðuna á Garðskaga til tilrauna uns til nýr endurvarpi verður tengdur, gerðu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður […]

,

TF3DX verður með sýnikennslu á laugardag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn í félagsaðstöðunni á morgun, laugardaginn 6. október og hefst kl. 10:00 árdegis. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætir í Skeljanes og heldur hraðnámskeið (sýnikennslu) fyrir þá sem eiga eða vilja læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Námskeiðið miðast við byrjendur en einnig verður svarað spurningum frá þeim sem eru lengra komnir. Félagar mætum stundvíslega! […]

,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 1. október s.l. Fundin sátu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. og formaður starfshópsins; Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN, fulltrúi stjórnar Í.R.A.; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Jón Svavarsson, TF3LMN; og Jónas Friðgeirsson, TF3JF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, er einnig í […]

,

Glæsileg niðurstaða hjá TF2RR

Fyrstu ætlaðar niðurstöður (e. claimed results) í CQ World-Wide RTTY keppninni sem haldin var helgina 29.-30. september s.l., eru komnar á netið. Samkvæmt þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir, eru vísbendingar um, að TF2RR kunni að verða í einu af fimm efstu sætunum yfirheiminn í sínum keppnisflokki. TF2RR hafði alls 3.040 QSO og 3.805.097 heildarstig. Þetta er glæsilegur árangur og […]

,

Vetrardagskráin gildir til 13. desember n.k.

Yfirstandandi vetrardagskrá Í.R.A. sem nær til 13. desember n.k. var kynnt á fjölmennum fundi í Skeljanesi s.l. fimmtudag, 27. september. Jónas Bjarnason TF3JB formaður félagsins, kynnti dagskrána og kom m.a. fram hjá honum, að 21 viðburður er í boði og að alls koma 17 félagar að verkefninu. Meðal nýjunga er, að nú verður í fyrsta skipti boðið […]

,

Úrslit í VHF leikunum og TF útileikunum 2012

                  Þá er komið að úrslitum og afhendingu verðlauna og viðurkenninga í VHF leikunum 2012 og TF útileikunum 2012. Athöfnin fer fram í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 4. október n.k. og hefst stundvíslega kl. 20:30. Guðmundur Löve TF3GL umsjónarmaður VHF leikanna mun kunngjöra úrslit í 1. VHF leikunum og veita […]

,

Vel heppnaður SteppIR dagur í Skeljanesi

dag, laugardaginn 29. september, mætti hópur vaskra manna í Skeljanes. Á dagskrá voru eftirtalin verkefni: Að skipta út festingu loftnetsins við rörið á turninum (e. boom to mast) fyrir nýja sem gerð er fyrir erfiðar veðuraðstæður. Að fara yfir samsetningar á bómu loftnetsins til að lagfæra sig/halla á “reflector” stakinu (sem greina má á myndinni […]

,

Vel heppnaður kynningarfundur í Skeljanesi

Vel heppnaður kynningarfundur nýrrar vetrardagskrár var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í gær, þann 27. september. Á fundinum var einnig opin málaskrá þar sem í boði er fyrir félagsmenn að ræða félagsstarfið við stjórn. Þrátt fyrir hvassviðri og rigningu í höfuðborginni mættu yfir 30 félagsmenn á fundinn auk gesta. Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður, annaðist kynningu dagskrár og Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ, gjaldkeri, stjórnaði […]

,

Fréttir úr Skeljanesi

1) Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir október-desember verður kynnt 27. september n.k. 2) Námskeið til amatörprófs er fyrirhugað í febrúar-maí n.k. 3) Nýr VHF Manager Í.R.A. 4) Starfshópur til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. 5) Starfshópur til að gera tillögur um stefnumótun Í.R.A. um fjaraðgang. 6) TF3W verður QRV í SSB hluta SAC keppninnar 2012. 1. Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2012. […]