,

Gervihnattafjarskipti frá TF3IRA á laugardegi

Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI í sambandi frá TF3IRA um VUsat Oscar 52 (Hamsat) gervitunglið.

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í fjarskiptum um gervitungl radíóamatöra frá félagsstöðinni, TF3IRA, í Skeljanesi, laugardaginn 17. nóvember.

Sambönd náðust í gegnum AMSAT Oscar 7, Fuji Oscar 29 (Jas 2), VUsat Oscar 50 og Saudi Oscar 52. Af þessum fjórum gervihnöttum er sent á þá alla á 70 cm og hlustað á 2 metrum, nema AMSAT Oscar 7, þar sem sent er á 2 metrum ogh hlustað á 70 cm. Flest samböndin voru höfð á SSB, nema á Oscar 50, þar sem notuð var tíðnimótun (FM). Að þessu sinni náðust ekki sambönd á morsi. Viðburðurinn var afar fróðlegur og vel heppnaður. Alls mættu 11 félagar í Skeljanes þennan sólríka laugardag.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Ara Þórólfi Jóhannessyni, TF3ARI og Benedikt Guðnasyni, TF3TNT, fyrir áhugavert og vel heppnað námskeið og TF3JB og TF3SB fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.

Slegið var á létta strengi á meðan beðið var næsta gervihnattar. Frá vinstri: Benedikt Guðnason TF3TNT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI, Brynjólfur Jónsson TF5B og Mathías Hagvaag TF3-Ø35.

Næsti gervihnöttur kominn. Frá vinstri: Benedikt Guðnason TF3TNT, Ari Þórólfur Jóhannesson TF3ARI, Jón Þ. Jónsson TF3JA, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.

Upplýsingar um gervihnetti í boði á milli kl. 16 og 19 laugardaginn 17. nóvember.

Ari Þór Jóhannesson TF3ARI og Brynjólfur Jónsson TF5B skeggræða um gervihnattafjarskiptin.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − eight =