,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3Y

Yngvi Harðarson TF3Y kynnti “Logbook of the World” gagnagrunnin í Skeljanesi þann 15. nóvember.

Fimmtudagserindið þann 15. nóvember var í höndum Yngva Harðarsonar, TF3Y, og nefndist: Logbook of the World (LoTW); hvar og hvernig. Yngvi kynnti rækilega hvernig leyfishafar bera sig að við að öðlast skráningu í gagnagrunninn sem getur verið vandasamt, nema að reglum ARRL sé fylgt.

Hann sýndi einnig að auðvelt er að hafa fleiri en eina skráningu í grunninum, t.d. fyrir TF3YHN, TF3YH og TF3Y. Hann sýndi einnig hvernig farið er að því að senda dagbókargögn í grunninn og benti m.a. á að mörg dagbókarforrit bjóði valkvætt, t.d. að senda gögn strax eftir að QSO’i er lokið. Hann fór einnig vel yfir, hve þægilegt og auðvelt er að fletta í eigin gögnum í grunninum og svaraði fjölda spurninga viðstaddra. Alls mættu 29 félagar í Skeljanes þetta ágæta fimmtudagskvöld og áttu ánægjulega og fróðlega kvöldstund.

Stjórn Í.R.A. þakkar Yngva Harðarsyni, TF3Y, fyrir mjög áhugavert og vel heppnað erindi.

Yngvi fór vel yfir valmyndir gagnagrunnsins þar sem hægt er að kalla fram hinar ýmsu upplýsingar.

Frá vinstri: Ársæll Óskarsson TF3AO, Georg Magnússon TF2LL, Brynjólfur Jónsson TF5B, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Jón Gunnar Harðarson TF3PPN og Jón Þóroddur Jónsson TF3JA.

Frá vinstri: Haraldur Þórðarson TF3HP, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Ólafur B. Ólafsson TF3ML, Jón Bergsson TF3JX, Sæmundur E. Þorsteinsson TF3UA, Ari Þ. Jóhannesson TF3ARI, Þór Þórisson TF3GW, Sigurbjörn Þ. Bjarnason TF3SB og Kjartan H. Bjarnason TF3BJ.

Vegna mistaka voru aðeins sæti fyrir 25 manns í sal þannig að sumir urðu að sætta sig við að standa.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − five =