,

Vel heppnaðar sunnudagsumræður hjá TF3SB

Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB í Skeljanesi þann 18. nóvember. Á myndinni má einnig sjá Ara Þórólf Jóhannesson TF3ARI.

2. sunnudagsopnun á yfirstandandi vetrardagskrá var haldin sunnudaginn 18. nóvember í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Sigurbjörn Þór “Doddi” Bjarnason, TF3SB, mætti í sófaumræður og var yfirskriftin: Lampatækin lifa enn; Heathkit HW 101 á staðnum.

Flestir voru mættir upp úr kl. 10 en Doddi byrjaði umræðurnar nákvæmlega kl. 10:30. Hann fjallaði fyrst á afar fróðlegan hátt um mismunandi gerðir lampa og síðan um tímabilið ca. frá 1960 til 1980 og um helstu framfarir í HF stöðvum radíóamatöra á þeim tíma. Sérstaklega var rætt um stöðvar frá Heathkit, Collins, Swan, R.L. Drake og fleiri. Doddi fékk mikið af spurningum sem hann svaraði greiðlega og út frá þeim voru sagðar margar skemmtilegar “lampatækjasögur”.

TF3SB mætti í Skeljanes með (sem nýja) Heathkit HW-101 sendi-/móttökustöð, en HW-101 var einhver vinsælasta HF stöðin upp úr 1970 um allan heim (þ.m.t. á Íslandi). Hann kom einnig með „original” aflgjafa, SpeedEx („original”) handmorslykil og Shure 444D borðhljóðnema. Oskerblock „original” silfraði afl-/standbylgjumælir félagsins var notaður og valkvætt gerviálag frá Celwave svo og Butternut HF6Vstangarloftnet
félagsins.

Eftir umræður, gafst viðstöddum tækifæri til að handleika og prófa HW-101 stöðina. Eins og áður segir, var hún sem ný á að líta og silkimjúkar stillingar VFO’sins vöktu athygli. Miðað var við að dagskrá yrði tæmd á hádegi en þar sem umræðuefnið var mönnum hjartfólgið var húsið ekki yfirgefið fyrr en klukkustund síðar.

Stjórn Í.R.A. þakkar Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, fróðlegan og áhugaverðan viðburð.

Doddi flutti afar fróðlegt inngangserindi um mismunandi gerðir lampa. Frá vinstri: Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Brynjólfur Jónsson TF5B.

Jón Þóroddur Jónsson TF3JA skoðar búnaðinn af áhuga. Carl Jóhann Lilliendahl TF3KJ fylgist með.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

fifteen − ten =