,

DVD heimildarmynd frá HKØNA á fimmtudag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:30 í Skeljanesi. Þá verður sýnd DVD heimildarmynd frá DX-leiðangrinum til Malpeolo Island, HKØNA, sem farinn var dagana 21. janúar til 6. febrúar 2012.

Leiðangurinn hafði alls 195,292 QSO. Sýningarstjóri verður Guðmundur Sveinsson, TF3SGog er sýningartími myndarinnar 51 mínúta. Sýningin er í boði Brynjólfs Jónssonar, TF5B, sem jafnframt færir félaginu mynddiskinn til eignar.

Eyjan Malpelo, Isla de Malpelo, er staðsett í 378 km fjarlægð frá Kyrrahafsströnd Kólumbíu. Á eyjunni er engin byggð, en herstöð frá kólumbíska hernum sem hefur verið mönnuð í aldarfjórðung. Eyjan er á skrá UNESCO yfir helstu náttúruminjar heims.

Stjórn Í.R.A. hvetur félagsmenn til að láta viðburðinn ekki fram hjá sér fara. Kaffiveitingar.

________


Eftirtaldar TF stöðvar höfðu samtals 45 QSO við leiðangurinn:

Kallmerki

QSO

TF3ZA 10
TF3DX/M 8
TF4M 8
TF3Y 6
TF8GX 3
TF3DC 2
TF3SG 2
TF2JB 1
TF2LL 1
TF3CW 1
TF3EE 1
TF3GL 1
TF3IRA 1

Heimild: Heimasíða Clublog.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

12 − 3 =