Entries by TF3JB

,

Flóamarkaður Í.R.A. verður á sunnudag

Flóamarkaður Í.R.A. 2012 verður haldinn í félagsaðstöðunni sunnudaginn 21. október, á milli kl. 13-15. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna sérstöku haustuppboði sem hefst kl. 14:00 stundvíslega. Húsið verður opnað nokkru fyrr, eða kl. 12:00 fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Verulegt […]

,

Fjarskipti um gervitungl á laugardag

                Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 20. október kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram. Þetta er spennandi viðburður, m.a. í ljósi þess að TF3IRA er nú að fullu QRV til fjarskipta af […]

,

Ólafur TF3ML verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 18. október n.k. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í Skeljanes með erindi sitt: „Að smíða færanlegt fjarskiptavirki”. Eins og kunnugt er, lauk Ólafur við smíði sérstakrar fjarskiptabifreiðar fyrr á þessu ári. Bifreiðinni fylgir sérhönnuð kerra með áföstum loftnetsturni sem reisa má í allt að 28 metra hæð. Búnaðurinn […]

,

Erfið skilyrði í SAC SSB keppninni um helgina

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina, TF3W, í Scandinavian Activity SSB keppninni helgina 13.-14. október. Vel var staðið að undirbúningi stöðvarinnar fyrir keppnina og komu margir að því verki. Þrátt fyrir afar erfið skilyrði náði Sigurður að hafa 1040 QSO; nánast einvörðungu á 14 MHz. Mestan hluta keppnistímans stóð “aurora” gildið í 10 og K-gildið í rúmlega 6, en vísun […]

,

Úrslit í VHF leikum og TF útileikunum 2012

Guðmundur Löve, TF3GL, umsjónarmaður VHF leikanna og Bjarni Sverrisson, TF3GB,umsjónarmaður TF útileikanna, kynntu úrslit í hvorum viðburði fyrir sig í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 4. október s.l. Sigurvegarar voru afgerandi í báðum viðburðum, annars vegar Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í VHF leikunum og hins vegar Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, TF3DX, í TF útileikunum. Fram kom hjá TF3GL, að þátttakan í VHF leikunum […]

,

Stöðutaka í morsi fer fram á laugardag

                Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 13. október kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn. Þeir sem eiga eftir að skrá þátttöku geta sent töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða hafa samband við […]

,

Skínandi góður laugardagur í Skeljanesi

Laugardaginn 6. október mætti Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með hraðnámskeið (sýnikennslu) í Skeljanes fyrir þá félagsmenn sem vildu læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Alls mættu 10 félagar í félagsaðstöðuna stundvíslega kl. 10 árdegis. Vilhjálmur Þór hóf dagskrána á vel fram settum fræðilegum inngangi. Hann skeiðaði síðan léttilega í gegnum spurningar viðstaddra og þegar kom að því að sýna […]

,

Spennandi tilraunir á VHF og UHF á laugardegi

Líkt og kunnugt er, var Kenwood endurvarpi félagsins sem var tengdur við TF8RPH á Garðskaga fluttur þann 9. september s.l. til TF1RPH í Bláfjöllum og skipt út fyrir stöðina þar sem varð fyrir eldingu. Í því augnamiði að nota aðstöðuna á Garðskaga til tilrauna uns til nýr endurvarpi verður tengdur, gerðu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Sigurður […]

,

TF3DX verður með sýnikennslu á laugardag

Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins verður haldinn í félagsaðstöðunni á morgun, laugardaginn 6. október og hefst kl. 10:00 árdegis. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, mætir í Skeljanes og heldur hraðnámskeið (sýnikennslu) fyrir þá sem eiga eða vilja læra á loftnetsgreininn MFJ-269. Námskeiðið miðast við byrjendur en einnig verður svarað spurningum frá þeim sem eru lengra komnir. Félagar mætum stundvíslega! […]

,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um neyðarfjarskipti

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um neyðarfjarskiptastefnu félagsins var haldinn í félagsaðstöðunni í Skeljanesi þann 1. október s.l. Fundin sátu Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. og formaður starfshópsins; Sigurður Óskar Óskarsson, TF3WIN, fulltrúi stjórnar Í.R.A.; Henry Arnar Hálfdánarson, TF3HRY; Jón Svavarsson, TF3LMN; og Jónas Friðgeirsson, TF3JF. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI, er einnig í […]