,

Orðsending frá gjaldkera.

Gjaldkeri minnir á að eindagi félagsgjalda var þann 1. september s.l. og brátt er árið á enda. Innheimt er samkvæmt tvennskonar félagsaðild, þ.e. fyrir félagsmenn á aldrinum 16-66 ára og fyrir félagsmenn á aldrinum 67 ára og eldri, maka félagsmanna og yngra fólk en 16 ára. Fyrrnefndi hópurinn greiðir fullt gjald, 6000 krónur og síðarnefndi hópurinn hálft gjald, 3000 krónur.

Félagsmenn sem ekki hafa fengið erindi um greiðslu félagsgjalds, vilja fá heimild til að skipta greiðslu eða eiga annað erindi við gjaldkera vegna innheimtunnar, eru beðnir að snúa sér til undirritaðs.

73,
Kjartan H. Bjarnason, TF3BJ,
gjaldkeri Í.R.A.
kjartan(hjá)skyggnir.is

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two + 17 =