,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3KB

Kristján Benediktsson TF3KB flutti fróðlegt erindi um bandplön á amatörböndum þann 6. desember.

Kristján Benediktsson, TF3KB, flutti fimmtudagserindið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 6. desember
s.l. Erindið fjallaði um Endurbætt HF bandplan fyrir IARU Svæði 1.Kristján útskýrði fyrst þörfina fyrir skipulag af þessu tagi, þ.e. niðurskiptingu tíðnisviðanna eftir mismunandi tegund útgeislunar og notkun. Hann skýrði einnig vel alþjóðastarfið að baki setningar leiðbeinandi reglna af þessu tagi og fór yfir bandplönin fyrir amatörböndin frá 136 kHz til 30 MHz og skýrði helstu breytingar sem gerðar voru á ráðstefnu í IARU Svæði 1 í ágúst 2011. Erindið var mjög fróðlegt og vel flutt og spurðu félagsmenn margra spurninga.

Félagi okkar, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson, TF3IG, sá fundarmönnum fyrir veislukaffi í tilefni 70 ára afmælis síns. Alls mættu tæplega 30 félagsmenn í Skeljanes að þessu sinni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Kristjáni Benediktssyni, TF3KB, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Guðmund Inga Hjálmtýssyni, TF3IG, fyrir veislukaffið og óskar honum og fjölskyldu hans innilega til hamingju með stórafmælið þann 13. desember n.k. Þá er Jóni Svavarssyni, TF3LMN og Sigurbirni Þór Bjarnasyni, TF3SB, þakkað fyrir fyrir meðfylgjandi myndir.

Frá vinstri: Carl J. Lilliendahl TF3KJ, Gunnar Svanur Hjálmarsson TF3FIN, Sigurður Óskar Óskarsson TF2WIN, Mathías Hagvaag TF3-Ø35, Kjartan H. Bjarnason TF3BJ, Heimir Konráðsson TF1EIN, Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Baldvin Þórarinsson TF3-Ø33.

Frá vinstri: Höskuldur Elíasson TF3RF, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX, Ársæll Óskarsson TF3AO, Guðmundur Ingi Hjálmtýsson TF3IG (afmælisbarn), Jón Þóroddur Jónsson TF3JA og Brynjólfur Jónsson TF5B.

Jón Gunnar Harðarson TF3PPN, G. Svanur Hjálmarsson TF3FIN og Sigurður Ó. Óskarsson TF2WIN.

Glaðst yfir góðum veitingum. Frá vinstri: Ársæll Óskarsson TF3AO, Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson TF3VS, Höskuldur Elíasson TF3RF og Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB.

Myndin er aðeins af hluta þess viðurgernings sem í boði var með kaffinu í tilefni stórafmælis TF3IG.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen − 16 =