Entries by TF3JB

,

Reynsluþýðing á Logger32 er komin út

Samkvæmt upplýsingum frá Vilhjálmi Sigurjónssyni í dag, er komin út reynsluþýðing á íslensku á dagbókarforritinu Logger32. Þýðingin var gerð af Vilhjálmi og er forritið algerlega ókeypis. Forritið er fáanlegt á vefslóðinni logger32.net. Þeir sem hafa sett það upp nýlega geta látið nægja að sækja uppfærslu. Hafi menn eldri útgáfur verður að sækja það frá grunni. Þýðingar eru svo […]

,

TF2LL verður með fimmtudagserindið 5. janúar

Þá er komið að fyrsta fimmtudagserindinu á síðari hluta vetrardagskrár félagsins á yfirstandandi starfsári. Erindið verður haldið í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 5. janúar n.k. og hefst stundvíslega klukkan 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Georg Magnússon, TF2LL og nefnist erindið Loftnetsframkvæmdir hjá TF2LL í Norðtungu í Borgarfirði sumarið 2010. Georg mun fara yfir loftnetaval og turnframkvæmdina sjálfa í máli og myndum. […]

,

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012

Vetrardagskrá Í.R.A. fyrir tímabilið janúar-apríl 2012 liggur nú fyrir og er til kynningar í meðfylgjandi töflum. Samkvæmt dagskránni verða alls 10 erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk sýningar heimildarmyndar frá T32C DX-leiðangrinum sem farinn var s.l. sumar. Sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar hefjast á ný í marsmánuði og verða kynntar þegar nær dregur. Dagskráin verður nánar til kynningar […]

,

Frágangi og merkingum á QSL skáp lokið

Við flutninga QSL stofu félagsins í nýtt rými þann 24. nóvember s.l. gafst tækifæri til að setja upp merkingar við QSL skáp félagsins. Við flutninginn var einnig byrjað á breytingum á merkingum við hólf félagsmanna, þ.e. endurgerð þeirra og uppfærlsu – sem nú er lokið fyrir öll kallsvæði. Þeir félagsmenn sem þurftu að bíða úthlutunar […]

,

Nýjar skilagreinar frá TF Í.R.A. QSL Bureau

QSL skilagreinar fyrir QSL Bureau félagsins voru fyrst kynntar til sögunnar árið 2009 og endurgerðar í fyrra (2010). Í nóvember 2011 kom fram hugmynd um að nýta bakhlið eyðublaðsins (sem til þess tíma hafði verið auð) og birta þar leiðbeiningar frá QSL Manager ásamt lista yfir þau DXCC lönd sem ekki hafa starfandi QSL Bureau. […]

,

EMC nefnd Í.R.A. skipuð

                    Á stjórnarfundi nr. 6/2011 var samþykkt að skipa Sæmund Þorsteinsson, TF3UA, formann nýrrar EMC nefndar félagsins (e. Electro Magnetic Compatibility). Sæmundi var falið að velja tvo leyfishafa til samstarfs í nefndinni og kynnti hann val sitt á stjórnarfundi nr. 7/2011 sem haldinn var nýlega. Það […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi hjá TF3TNT og TF3WO.

Fimmtudagserindið 15. desember var í höndum þeirra Guðjóns Helga Elíassonar, TF3WO og Benedikts Guðnasonar, TF3TNT. Umræðuefni kvöldsins var smíði “collinear” loftneta í metrabylgju- og sentimetrabylgjusviðinu (VHF og UHF) og kynning á fyrirkomulagi endurvarpsstöðva í tíðnisviðunum. Þeir félagar útskýrðu m.a. (og sýndu myndir) frá smíði á 13 dB “collinear” loftneti á UHF sem búið var til […]