,

Sérstakar heimildir á 4, 60 og 160 metrum

Að gefnu tilefni er vakin athygli leyfishafa á að sækja þarf sérstaklega um heimild(ir) til notkunar á neðangreindum tíðnisviðum, sem Póst- og fjarskiptastofnuni hefur nýlega úthlutað til tímabundinnar notkunar hér á landi:

  • 1850-1900 kHz (á 160 metrum) í tilgreindum alþjóðlegum keppnum. Heimild dags. 9.11.12 gildir fyrir almanaksárið 2013.
  • 5260-5410 kHz (á 60 metrum). Heimild dags. 13.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.
  • 70.000-70.200 MHz (á 4 metrum). Heimild dags. 14.11.12 gildir fyrir almanaksárin 2013 og 2014.

Þeir leyfishafar sem hafa fengið heimildir stofnunarinnar til að vinna í einhverju eða öllum þessara tíðnisviða, og sem renna út þann 31. desemeber n.k., er góðfúslega bent á, að stofnunin fer þess á leit, að leyfishafar sendi inn nýjar umsóknir fyrir þessi tíðnisvið fyrir ofangreind ný tímabil.

Senda má umsóknir í tölvupósti á póstföngin hrh(hjá)pfs.is eða pfs(hjá)pfs.is Sækja má um heimild til notkunar á einu eða á öllum tíðnisviðunum í sama tölvupósti. Leyfishöfum er jafnframt bent á, að kynna sér skilyrði stofnunarinnar fyrir leyfisveitingum; sbr. vefslóðir neðar á síðunni.

F.h. stjórnar Í.R.A.,

Jónas Bjarnason, TF3JB,
formaður.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

nineteen − thirteen =