Entries by TF3JB

,

NÝTT KIWI SDR VIÐTÆKI Á RAUFARHÖFN

Í dag, 10. ágúst, bættist við 5. innanlandsviðtækið til hlustunar yfir netið. Það er sömu tegundar og þau fyrri, þ.e. af KiwiSDR gerð, staðsett á Raufarhöfn. Viðtækið hefur afnot af svokölluðu T-loftneti, sem er lóðréttur vír (topplódaður) og var fyrir á staðnum. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz upp í 30 MHz. Hægt er að […]

,

TF3IRA OG ES’HAIL-2/P4A / OSCAR 100

Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, VHF stjóri félagsins og Georg Kulp, TF3GZ, mættu í Skeljanes fimmtudaginn 8. ágúst eftir vinnu og settu upp loftnetsbúnað fyrir Es’Hail-2/P4A/ Oscar 100 gervitunglið. Veðuraðstæður voru eins góðar og hugsast getur, sólskin, 18°C hiti og passleg gola. Sett var upp öflug veggfesting og 85cm loftnetsdiskur á austurhlið hússins í Skeljanesi. Verkið […]

,

VHF/UHF LEIKAR ÍRA 2019 – ÚRSLIT

Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna flutti stutta kynningu í Skeljanesi fimmtudaginn 8. ágúst. Þar kom m.a. fram, að 18 stöðvar skiluðu inn gögnum í ár, samanborið við 19 í leikunum í fyrra (2018). Jónas Bjarnason, TF3JB, formaður ÍRA, þakkaði TF8KY og hópnum frábæra vinnu við undirbúning leikanna. Hann afhenti síðan verðlaun félagsins fyrir 3 efstu […]

,

ÚRSLIT Í VHF/UHF LEIKUM ÍRA 2019

Afhending verðlauna í VHF/UHF leikum ÍRA 2019 fer fram í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 20:30. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun jafnframt fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var í leikunum í ár. Alls voru tæpir tveir tugir leyfishafa skráðir til […]

,

TF ÚTILEIKARNIR Í FULLUM GANGI

Útileikar ársins eru u.þ.b. hálfnaðir þegar þetta er skrifað, eftir hádegi sunnudaginn 4. ágúst. Ágæt þátttaka hefur verið það sem af er – en framundan eru tvö tímabil: Kl. 21-24 í kvöld (sunnudag); og Kl. 08-10 í fyrramálið (mánudag). Meðfylgjandi mynd var tekin í fjarskiptaherbergi TF3IRA í morgun (sunnudag), en félagsstöðin er að sjálfsögðu QRV […]

,

TF ÚTILEIKARNIR 2019 ERU UM HELGINA

TF útileikarnir verða haldnir um verslunarmannahelgina, dagana 3–5. ágúst og verða þá 40 ár síðan þeir voru fyrst haldnir. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætti í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst, flutti stutta kynningu og fór yfir helstu atriði. Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. […]

,

TF útileikarnir, kynning TF3EK 1. ágúst

TF útileikarnir 2019 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 3.-5. ágúst n.k., en 40 ár eru síðan fyrstu leikarnir voru haldnir, árið 1979. Einar Kjartansson, TF3EK, umsjónarmaður leikanna, mætir í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudaginn 1. ágúst flytur stutta kynningu og svarar spurningum. Erindi Einars hefst stundvíslega kl. 20:30. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Veglegar kaffiveitingar. Stjórn […]

,

8. ÁGÚST, ÚRSLIT OG AFHENDING VERÐLAUNA

Úrslit í VHF/UHF leikunum 2019 verða kynnt í Skeljanesi, fimmtudaginn 8. ágúst, kl. 20:30, en ekki 1. ágúst eins og áður var auglýst. Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY, umsjónarmaður leikanna, mun fara yfir helstu niðurstöður. Hann mun m.a. skýra frá nýju Íslandsmeti í drægni á 23 cm bandinu sem sett var að þessu sinni. Alls voru tæpir […]