,

Góðar umræður á sunnudegi

Fjórða og síðasta sunnudagsopnun á vetrardagskrá félagsins var í boði sunnudaginn 15. desember. Jónas Bjarnason, TF3JB, mætti í Skeljanes og fjallaði um helstu niðurstöður radíótíðniráðstefnu Alþjóða fjarskipta-sambandsins ITU, WRC-19, sem lauk þann 22. nóvember s.l.

Farið var sérstaklega yfir samþykkt ráðstefnunnar um 50 MHz bandið. Hún er stigskipt (eins og við var búist), þ.e. 44 þjóðríki á Svæði 1 munu veita leyfishöfum ríkjandi aðgang á 500 kHz (á 50-54 MHz) og 26 ríki munu veita ríkjandi aðgang að öllu sviðinu.  Öll þjóðríki í Svæði 1 hafa samþykkt að veita radíóamatörum víkjandi aðgang að 50-52 MHz. Aðrar þjónustur sem fyrir voru með úthlutun í Svæði 1 og Svæði 3 munu halda fyrri heimildum. Núverandi ríkjandi aðgangur radíóamatöra að 50-54 MHz í Svæðum 2 og 3 helst óbreyttur.

Nánari útfærsla á 50 MHz tíðnisviðinu fer nú fram hjá hverju aðildarríkja ITU á næstu misserum. Fram kom, að ÍRA hefur þegar sett sig í samband við Póst- og fjarskiptastofnun vegna útfærslu tíðnisviðsins hér á landi.

Farið var ennfremur yfir önnur tíðnisvið, m.a. 5 GHz og 47 GHz og undirbúning næstu radíótíðniráðstefnu (WRC-23) með tilliti til 1240-1300 MHz tíðnisviðsins, sem kann að verða í hættu þá. Hann skýrði jafnframt frá þeim rástöfunum sem IARU hefur þegar hafið undirbúning á til að verja tíðnisviðið. Ennfremur var fjallað um WPT heimildir (e. Wireless Power Transmission) sem geta haft áhrif á fjarskipti radíóamatöra á HF böndunum (og á tíðnisviðum þar fyrir neðan).

Alls mættu 8 félagsmenn og 1 gestur í Skeljanes þennan frostfagra og sólríka sunnudagsmorgun.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

6 + twenty =