Entries by TF3JB

,

NÝTT CQ TF KOMIÐ – 2. TBL. 2020

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 2. tbl. CQ TF sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. Margir hafa lagt hönd á plóg og mörgum ber að þakka, en sér í lagi TF3VS sem annaðist umbrotsvinnu. CQ TF er að þessu sinni 44 blaðsíður að stærð. 73 – TF3SB, […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin 2020

CQ World-Wide WPX keppnin, SSB-hluti, fer fram eftir viku. Þetta er tveggja sólahringa keppni sem hefst kl. 00:00 laugardag 28. mars og lýkur kl. 23:59 sunnudag 29. mars. Hún fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg mismunandi forskeyti og frekast er […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 19. MARS

Af óviðráðanlegum ástæðum verður félagsaðstaðan í Skeljanesi lokuð í kvöld, fimmtudaginn 19. mars. Stefnt er á að opnað verði á ný fimmtudaginn 26. mars n.k. Stjórn ÍRA.

,

FRÉTTIR ÚR SKELJANESI

Í gær, 17. mars, barst félaginu heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun fyrir notkun á kallmerkinu TF3WARD. Viðskeytið er óvanalegt, því það er fjórir bókstafir sem standa fyrir World Amateur Radio Day. Kallmerkið verður eingöngu starfrækt einn dag á ári (18. apríl), en þann dag voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra stofnuð í París, árið 1925. Með þessu […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi fimmtudaginn 19. mars. Líkt og áður hefur komið fram, hefur öllum öðrum viðburðum verið frestað til haustsins. Það eru tilmæli, að félagar sem hafa hug á að koma í félagsaðstöðuna, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ Í SKELJANESI

Opið er Skeljanesi í kvöld, fimmtudaginn 12. mars. Líkt og áður hefur komið fram, hefur öllum öðrum viðburðum verið frestað til haustsins. Það eru tilmæli, að félagar sem hafa hug á að koma í félagsaðstöðuna, fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra. Stjórn ÍRA.

,

STJÓRN ÍRA STARFSÁRIÐ 2020-2021

Ný stjórn félagsins, sem kjörin var á aðalfundi ÍRA 2020, koma saman á 1. fundi sínum þann 10. mars og skipti með sér verkum. Skipan embætta starfsárið 2020/21 er eftirfarandi: Jónas Bjarnason TF3JB, formaður.Óskar Sverrisson TF3DC, varaformaður.Georg Kulp TF3GZ, ritari.Jón Björnsson TF3PW, gjaldkeri.Guðmundur Sigurðsson TF3GS, meðstjórnandi.Sæmundur Þorsteinsson TF3UA, varamaður.Heimir Konráðsson TF1EIN, varamaður. Stjórn ÍRA.

,

OPIÐ Í SKELJANESI – EN VIÐBURÐUM FRESTAÐ

Á fundi í stjórn ÍRA í kvöld, 10. mars, var ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði opin áfram á fimmtudagskvöldum. Hins vegar var ákveðið að fresta öllum öðrum viðburðum í auglýstri vetrardagskrá fram á haustið, frá og með deginum í dag. Ástæðan er, ríkjandi aðstæður vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi, sem breiðist hratt […]

,

FLÓAMARKAÐI FRESTAÐ TIL 3. MAÍ

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að fresta auglýstum flóamarkaði sem kynntur er á vetrardagskrá að verði haldinn sunnudaginn 8. mars. Ástæðan er, ríkjandi aðstæður vegna útbreiðslu kórónaveiru sem veldur CONVID-19 sjúkdómi, en tilfellin á Íslandi eru orðin alls 35. Flóamarkaðir ÍRA hafa, síðustu ár, verið fjölsóttustu viðburðir félagsins og gjarnan hafa komið um og yfir 50 […]

,

NÝTT CQ TF VÆNTANLEGT 29. MARS

Nú styttist í marshefti CQ TF sem kemur út sunnudaginn 29. mars n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punktar og ábendingar um efni sem vinna má úr. Skilafrestur efnis er til 15. mars n.k. Netfang ritstjóra: tf3sb@ox.is 73, TF3SB, ritstjóri CQ TF.