Entries by TF3JB

,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI

Sven-Torstein Gigler, DL1MHJ og XYL Doris, DH4GIG, komu í heimsókn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. ágúst. Hjónin eru „OM-YL team“ frá München í Þýskalandi. Torstein er áhugamaður um þátttöku í alþjóðlegum keppnum frá eigin stöð, en hefur einnig tekið þátt í keppnum m.a. frá DK65DARC / DL65DARC og DKØMN, klúbbstöð radíóamatöra í „Ortsverband München-Nord C12.“ […]

,

LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 1. september frá kl. 13:30. TF1A mætir á staðinn með mælitækin. Ari ætlar að þessu sinni að skoða sendigæði VHF/UHF handstöðva og gera „grófa“ tegundarprófun. Stenst stöðin CE kröfur? Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá fullvissu um gæðin. Bent er á að hafa þær fullhlaðnar og taka með […]

,

UPPFÆRSLU LOKIÐ HJÁ KORTASTOFU ÍRA

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA, lauk við uppfærslu á merkingum QSL kassa kortastofunnar sunnudaginn 26. ágúst. Hann lét þess getið, að eftir að tiltekt lauk á efri hæðinni fyrr í mánuðinum, hafi hann ekki getað láti sitt eftir liggja og drifið í að uppfæra merkingarnar. Alls eiga 107 kallmerki/hlustmerki nú merkt hólf hjá kortastofunni. […]

,

5 metra og 8 metra böndin á Írlandi

Írskir radíóamatörar hafa fengið tíðnisviðin 30-49 MHz (8 metra) og 54-69.9 MHz (5 metra) til afnota. Heimildin miðast við 50W og er á víkjandi grundvelli. Engar skorður eru settar við tegund útgeislunar. Landsfélag radíóamatöra á Írlandi, IRTS, hefur sett upp sérstakt bandplan fyrir þessi nýju bönd. Stjórn ÍRA ræddi þróun tíðnimála hér á landi og […]

,

Vita- og vitaskipahelgin 2018

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin 18.-19. ágúst. Hún er tveggja sólarhringa viðburður og er haldin á vegum Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi. Miðað er við að flestir sem ætla að verða QRV frá (eða í nálægð við) vita, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. ÍRA stendur ekki fyrir þátttöku í […]

,

Norðmenn fá 1kW á 50 MHz

Ný reglugerð tók gildi í Noregi þann 10. ágúst. Meðal breytinga er heimild til norskra radíóamatöra fyrir allt að 1kW á 50 MHz. Jafnframt breytist aðgangur þeirra að tíðnisviðinu í ríkjandi úr víkjandi. Þeir fá ennfremur heimild til að nota allt að 1kW í EME og MS vinnu á 2 metra, 70 cm og 23 […]

,

Fréttir af félagsaðstöðu í Skeljanesi

Um verslunarmannahelgina var haldið áfram við að bæta félagsaðstöðuna í Skeljanesi, á milli þess sem TF3IRA var starfrækt í TF útileikunum. Lokið hefur verið við tiltekt í herbergi á 2. hæð sem sem notast fyrir kortastofu félagsins, vísi að smíðaaðstöðu og bókaskápa fyrir handbækur ÍRA. Félagar hafa á ný góðan aðgang að QSL skáp kortastofunnar. […]

,

TF útileikarnir eru um helgina

TF útileikarnir 2018 verða haldnir um verslunarmannahelgina, 4.-6. ágúst. Hafa má sambönd á 4 böndum: 160 m, 80 m, 60 m og 40 m. Sambönd á hærri tíðnum teljast eins og sambönd á 40 m. Tilgreind tímabil hér að neðan eru einungis til að þétta virknina en sambönd utan þeirra skrást jafnt til stiga. Þátttökutímabil: […]

,

ÞAKKIR TIL FÉLAGSMANNA

Margir hafa haft samband eftir að 2. tbl. CQ TF kom út og þakkað fyrir blaðið. Gjarnan er um leið spurt um vefslóð á 1. tbl. sem kom í apríl, og er hún birt neðar á síðunni. Næsta CQ TF (3. tbl. 2018) kemur út þann 7. október n.k. og er síðasti skiladagur efnis 22. […]

,

Vel heppnuð laugardagsopnun

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 28. júlí. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með mælitæki. Byrjað var á að rannsaka skemmdan kóaxkapal. Með því að nota Rigexpert AA-1400 loftnetsgreini tókst fljótt að staðsetja bilunina. Þá voru sérstaklega tekin til skoðunar loftnet á VHF/UHF handstöðvum. Í ljós kom að loftnet handstöðva frá þekktum framleiðendum reyndust í […]