,

Norðmenn fá 1kW á 50 MHz

Ný reglugerð tók gildi í Noregi þann 10. ágúst. Meðal breytinga er heimild til norskra radíóamatöra fyrir allt að 1kW á 50 MHz. Jafnframt breytist aðgangur þeirra að tíðnisviðinu í ríkjandi úr víkjandi. Þeir fá ennfremur heimild til að nota allt að 1kW í EME og MS vinnu á 2 metra, 70 cm og 23 cm böndunum.

ÍRA hefur fylgst náið með breytingunum í Noregi og fagnar árangri NRRL. Samþykkt var á fundi stjórnar félagsins þann 8. ágúst að undirbúið verði erindi til Póst- og fjarskiptastofnunar um samsvarandi uppfærslu íslensku reglugerðarinnar (og fleira) hið fyrsta.

Félagsmenn verða upplýstir um málið jafn óðum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 + nineteen =