,

Vita- og vitaskipahelgin 2018

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin verður haldin 18.-19. ágúst. Hún er tveggja sólarhringa viðburður og er haldin á vegum Ayr Amateur Radio Group í Skotlandi. Miðað er við að flestir sem ætla að verða QRV frá (eða í nálægð við) vita, hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag.

ÍRA stendur ekki fyrir þátttöku í Vitahelginni en hefur stutt við félagsmenn sem vilja starfrækja stöð frá tilteknum vita. Sjá nánari upplýsingar um Vitahelgina í 2. tbl. CQ TF 2018, bls. 45.


Knarrarósviti austan við Stokkseyri. Hópur leyfishafa mun starfrækja stöð þaðan helgina 18.-19. ágúst.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight − four =