,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI

Sven-Torstein Gigler, DL1MHJ og XYL Doris, DH4GIG, komu í heimsókn í félagsaðstöðuna í Skeljanesi 30. ágúst. Hjónin eru „OM-YL team“ frá München í Þýskalandi.

Torstein er áhugamaður um þátttöku í alþjóðlegum keppnum frá eigin stöð, en hefur einnig tekið þátt í keppnum m.a. frá DK65DARC / DL65DARC og DKØMN, klúbbstöð radíóamatöra í „Ortsverband München-Nord C12.“ Hann segist eiga sambönd við a.m.k. 20 TF stöðvar í dagbókinni.

Hjónin eru mikið áhugafólk um Ísland og segja að náttúrufegurðin hér sé einstök og eru þegar farin að skipuleggja næstu ferð.

Í fjarskiptaherbergi TF3IRA. Sigurður Óskar TF2WIN, Óskar TF3DC, Þórður TF3DT (við stöðina) og Sven-Torsten DL1MHJ.

Skeggrætt m.a. um alþjóðlegar keppnir. Sven-Torsten DL1MHJ, Þórður TF3DT (við stöðina), Doris DH4GIG og Óskar TF3DC. Ljósmyndir: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

four × four =