,

LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER Í SKELJANESI

Opið verður í Skeljanesi laugardaginn 1. september frá kl. 13:30. TF1A mætir á staðinn með mælitækin.

Ari ætlar að þessu sinni að skoða sendigæði VHF/UHF handstöðva og gera „grófa“ tegundarprófun. Stenst stöðin CE kröfur?

Menn eru velkomnir með VHF/UHF handstöðvar og fá fullvissu um gæðin. Bent er á að hafa þær fullhlaðnar og taka með SMA-tengi.

Lavazza kaffi og meðlæti frá Björnsbakaríi verður í boði á milli mælinga.

P.s. Menn eru líka velkomnir til að koma og fylgjast með.

Jón G. Guðmundsson TF3LM, Ólafur Örn Sigurðsson TF1OL og Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A. Myndin var tekin á mælingalaugardegi þann 30. júní s.l. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × four =