,

MÆLINGAVERKEFNI Á LAUGARDEGI

Laugardagsopnum var í Skeljanesi 1. september. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A, mætti á staðinn með sérhæfð mælitæki og búnað.

Að þessu sinni voru skoðaðar 19 VHF og/eða VHF/UHF handstöðvar og 2 VHF bílstöðvar. Áhersla var lögð á sendigæði, þ.m.t. yfirsveiflur. Jón G. Guðmundsson, TF3LM, aðstoðaði Ara með skráningu upplýsinga. Gerð verður grein fyrir mælingum í 3. tbl. CQ TF sem kemur út þann 7. október n.k.

Mæting var góð, alls 20 manns. Á milli mælinga var í boði Gevalia kaffi og vínarbrauðslengjur frá Bakarameistaranum, auk Baklava hunangshnetukonfekts. Bestu þakkir til Ara, TF1A, fyrir áhugaverðan laugardag í félagsaðstöðunni.

Mæliaðstaðan gerð klár. Frá vinstri: Óskar Sverrisson TF3DC, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A og Jón G. Guðmundsson TF3LM.

Hver segir að mælingar séu ekki skemmtilegt verkefni? Frá vinstri: Arnþór Wilhelm Sigurðsson TF8AWS, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Elín Sigurðardóttir TF2EQ, Jón Björnsson TF3PW og Þórður Adolfsson TF3DT og Jón G. Guðmundsson TF3LM (snúa baki í myndavélina).

Skeggrætt um mælingarnar. Frá vinstri: Jón Björnsson TF3PW, Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Jón G. Guðmundsson TF3LM, Heimir Konráðsson TF1EIN, Arnór Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Mathías Hagvaag TF3MH og Einar Þór Ívarsson TF3PON. Ljósmyndir: Jónas Bjarnason TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eighteen − 16 =