Entries by TF3JB

,

NETSPJALL Í BOÐI 17. DESEMBER

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall fimmtudaginn 17. desember kl. 20:00. Líkt og áður verður  vefforritið ZOOM notað sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma. Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar. Þetta verður fjórða […]

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í SKELJANESI

Í dag, 12. desember, bættist við innanlandsviðtæki til hlustunar yfir netið. Um er að ræða KiwiSDR viðtækið sem tekið var niður í Bláfjöllum nýlega. Þar til fundið verður varanlegt QTH, er hugmyndin að vista tækið til bráðabirgða í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi. KiwiSDR viðtækin vinna frá 10 kHz til 30 MHz og er hægt er […]

,

VEL HEPPNAÐ VEFSPJALL

Jón Björnsson, TF3PW bauð til netspjalls fimmtudaginn 10. desember. Notað var vefforritið Zoom sem sækja má frítt á netið. Góð mæting var og skráðu sig 10 félagsmenn á fundinn sem stóð í 2 klst. Flestir voru Í Reykjavík, en einnig frá Hveragerði og Akranesi. Þótt ekki hafi verið sett upp dagskrá fyrirfram skorti ekki umræðuefni. […]

,

ARRL 10 METRA KEPPNIN 2020

ARRL 10 metra keppnin fer fram helgina 12.-13. desember. Þetta er 48 klst. keppni, en þátttaka er heimiluð í mest 36 klst. Þetta er keppni þar sem allir hafa samband við alla, hvar sem er í heiminum. Hafa má samband einu sinni við hverja stöð á hvorri tegund útgeislunar. Skilaboð eru RS(T) og raðnúmer. W/VE […]

,

NETSPJALL FIMMTUDAG 10. DESEMBER

Jón Björnsson, TF3PW býður upp á netspjall annað kvöld, fimmtudag 10. desember kl. 20:00. Notað verður vefforritið ZOOM sem sækja má frítt á netið. Þátttaka er möguleg frá tölvu eða GSM síma. Engin sérstök dagskrá er fyrirhuguð, en hugmyndin er að prófa samskiptin ef áhugi er fyrir hendi. Sjá upplýsingar neðar. Stjórn ÍRA. Zoom Meetinghttps://us05web.zoom.us/j/81199802254?pwd=OXpkZmcyMWYvWlBUaGFOdnQ5SHBwUT09 […]

,

STEFNAN SETT Á 14. JANÚAR

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram vegna Covid-19 faraldursins. Ástæðan er ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tímabundna takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tók gildi í dag 9. desember og gildir til 12. janúar n.k. Vonir eru bundnar við að slakað verði á kröfum vegna faraldursins með nýrri reglugerð ráðherra sem […]

,

CQ WW KEPPNIN Á MORSI 2020

Bráðabirgðaniðurstöður liggja fyrir í CQ World Wide DX morskeppninni 2020 sem fram fór 28.-29. nóvember s.l. 9 TF kallmerki sendu inn keppnisgögn, þar af 2 samanburðardagbækur (check-log). 7 TF stöðvar skiptast á 6 keppnisflokka. Áætlaður árangur í viðkomandi flokki er sýndur yfir heiminn (H) og yfir Evrópu (H), ásamt heildarstigum. TF1AM  Einm.fl., öll bönd, aðstoð, […]

,

70 MHz HEIMILD ENDURNÝJUÐ

ÍRA barst jákvætt svar frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) í dag, 7. desember, við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 70.000-70.250 MHz. Tilraunaheimildin hefur nú verið endurnýjuð til næstu 2 ára, þ.e. til 31.12.2022. Líkt og áður eru eftirfarandi skilyrði lögð til grundvallar: (1) Hámarksbandbreidd er 16 kHz. Engin skilyrði hvað varðar mótun; […]

,

VEGLEG GJÖF MÓTTEKIN TIL FÉLAGSINS

Stjórn ÍRA tók á móti veglegri gjöf til félagins í dag sunnudaginn, 6. desember. Það var félagsmaður okkar, Egill Ibsen, TF3EO sem færði félaginu sambyggða sendi-/móttökustöð, G90 frá Xiegu. Egill hafði m.a. á orði, að hann væri vel settur með fjarskiptabúnað sjálfur og langaði að gefa ÍRA stöðina með það fyrir augum að félagið gæti […]

,

HEIMILD Á 160 METRUM ENDURNÝJUÐ

ÍRA barst jákvætt svar frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) 4. desember við ósk félagsins um endurnýjun heimildar til notkunar tíðnisviðsins 1850-1900 kHz vegna þátttöku í alþjóðlegum keppnum á almanaksárinu 2021. Heimildin nær til eftirtalinna keppna: CQ WW 160 metra keppnin, CW, 29.-31.1.2021.ARRL International DX keppnin,  CW, 20.-21.2.2021.CQ WW 160 metra keppnin, SSB, 26.-28.2.2021.ARRL International DX […]