Entries by TF3JB

,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 21.-22. ágúst. Einn íslenskur viti hafði verið skráður inn á heimasíðu viðburðarins í hádeginu í dag (19. ágúst). Það er Knarrarósviti (IS-0001) sem er staðsettur austan við Stokkseyri. Svanur Hjálmarsson, TF3AB mun virkja kallmerkið TF1IRA um helgina. Hann áformar að verða við vitann til undirbúnings strax annað […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐAN Í SKELJANESI 19. ÁGÚST

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. ágúst fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20 til 22. Tillaga að umræðuþema: Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin helgina 21.-22. ágúst n.k.    Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð veða opin. Sendingar af QSL kortum hafa borist frá Evrópu og verið flokkaðar í hólf félagsmanna. […]

,

75 ÁRA AFMÆLI ÍRA 14. ÁGÚST 2021

Félagið Íslenskir radíóamatörar, ÍRA, var stofnað í Reykjavík 14. ágúst 1946. Fyrsti aðalfundur var haldinn 21. nóvember sama ár. Á fundinum var m.a. kosið í stjórn og var Einar Pálsson, TF3EA kosinn fyrsti formaður félagsins. Hann var jafnframt handhafi leyfisbréfs radíóamatöra númer eitt hér á landi og fyrsti heiðursfélagi ÍRA. Nokkru eftir aðalfundinn, þann 7. […]

,

GÓÐIR GESTIR Í SKELJANESI

Góð mæting var í Skeljanes fimmtudaginn 12. ágúst. Sérstakir gestir: Marcel B. Badia, EA3NA. Marcel er mjög hress, er mikill DX-maður og er m.a. á heiðurslista DXCC með 368 einingar (geri aðrir betur). Einnig mætti Baldur Sigurðsson í hús, nýr félagsmaður okkar á Egilsstöðum (sem bíður eftir næsta námskeiði). Marcel fékk sitt fyrsta leyfi 1959 […]

,

MÖSTRIN Á VATNSENDAHÆÐ FELLD

Loftnetsmöstur langbylgjunnar hafa verið felld. Sigurður Harðarson, TF3WS sagði á FB síðu sinni í gær, 11. ágúst: „Núna um hádegisbilið var seinna mastur gömlu Langbylgjunnar á Vatnsendahæð fellt því það er verið að rýma hæðina fyrir nýrri byggð. Þetta var tignaleg sjón og heppnaðist vel“. Loftnetsmöstrin tvö voru sett upp árið 1991 (70 metra há) […]

,

ALÞJÓÐLEGA VITA- OG VITASKIPAHELGIN

Nýlega var vakin athygli á að Alþjóðlega Vita- og vitaskipahelgin 2021 nálgast og fer fram helgina 21.-22. ágúst n.k. Margir félagar hafa haft samband og spurst fyrir um hvaða fleiri vitar hafi verið virkjaðir hér á landi af radíóamatörum, eftir að fram kom að Knarrarósviti hafi oftast verið virkjaður,  eða 18 sinnum. Á tímabilinu 1998-2020 […]

,

TF8APA STAFVARPINN UPPFÆRÐUR

Gengið hefur verið frá uppfærslu APRS stafvarpans TF8APA á fjallinu Þorbirni við Grindavík, sem er í 244 metra hæð yfir sjávarmáli. Skipt var m.a. um loftnet, sem nú er af gerðinni Diamond BC 103 sem er 125cm VHF húsloftnet. Annar búnaður er óbreyttur; Motorola GM-300 VHF stöð, Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og PLXDigi – […]

,

VITA- OG VITASKIPAHELGIN 2021 NÁLGAST

Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2021 fer fram helgina 21.-22. ágúst n.k. Um er að ræða tveggja sólarhringa viðburð, en miðað er við að flestir sem koma til dvalar í vita, á vitaskipi eða í nágrenni hafi komið sér fyrir upp úr hádegi á laugardag. Að jafnaði eru yfir 500 tilgreind kallmerki starfrækt þessa helgi frá […]

,

OPIÐ Í SKELJANESI 12. ÁGÚST

Opið verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. ágúst kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Grímuskylda verður í húsnæðinu í ljósi reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna faraldurs. Fjarskiptaherbergi verður opið (mest 3 félagar samtímis) og QSL stofa (mest 1 félagi). Takmörkun á fjölda í herbergjum ræðst af stærð. Kaffiveitingar verða ekki í […]

,

NÝR APRS STAFVARPI TF1SS-1

APRS stafvarpinn TF1SS-1 fór í loftið í dag, sunnudaginn 8. ágúst. QTH er Úlfljótsvatnsfjall, 248 metra yfir sjávarmáli. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið. Guðmundur Sigurðsson TF3GS sá um uppsetningu. Búnaður er Motorola GM-300 VHF stöð (sendiafl 25W), Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og Diamond BC-103 VHF/UHF loftnet. Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk […]