Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 4. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 4. nóvember fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Veglegar kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. Mathías Hagvaag, TF3MH QSL stjóri ÍRA verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Umræðuþema: Alþjóðakeppnir. CQ […]

,

KEPPNISHELGIN ER FRAMUNDAN

Góð mæting var í félagsaðstöðuna í Skeljanesi fimmtudagskvöldið 28. október. Skemmtilegar umræður og menn hressir, enda CQ WW DX SSB keppnin framundan um helgina. Samt (eins og alltaf) eru vissar áhyggjur af skilyrðunum í keppninni. Því til viðbótar var var rætt um áhugamálið á báðum hæðum; í salnum, í fjarskiptaherberginu og í herbergi QSL stofunnar […]

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 28. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. október fyrir félagsmenn og gesti. Húsið opnar kl. 20:00. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í boði í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót er […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021, SSB

CQ World Wide DX SSB keppnin fer fram helgina 30.-31. október. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]

,

LANGBYLGJUSENDIR Á VATNSENDAHÆÐ

Guðmundur Kristjánsson, fagstjóri rafmagns hjá Háskólanum í Reykjavík í iðn- og tæknifræðideild hafði samband við félagið, samanber eftirfarandi: „Fyrir nokkru þá fór ég og Ágúst Valfells deildarforseti Verkfræðideildar HR, upp á Vatnsendahæð og sáum þar forlátan Marconi útvarpssendi frá 1938. Það er komin áætlum með að setja búnaðinn í gám til bráðabirgða en það eru […]

,

FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER Í SKELJANESI

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 21. október kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Tillaga að umræðuþema: CQ World Wide DX SSB keppnin 2021 en aðeins […]

,

NÝTT CQ TF ER KOMIÐ

Ágætu félagsmenn! Mér er ánægja að tilkynna um útkomu 4. tbl. CQ TF 2021 sem nú kemur út á stafrænu formi hér á heimasíðunni. 73 – TF3SB, ritstjóri CQ TF. Vefslóð á nýja blaðið: http://www.ira.is/wp-content/uploads/2021/10/2021-4.pdf

,

SCANDINAVIAN ACTIVITY KEPPNIN 2021

Síðari hluti Scandinavian Activity keppninnar 2021 fór fram á SSB helgina 9.-10. október. Gögnum var skilað til keppnisstjórnar fyrir 4 TF kallmerki í þremur keppnisflokkum; 20 metrum háafli, á öllum böndum háafli og á öllum böndum lágafli. Heildarfjöldi innsendra keppnisdagbóka var 896. TF2MSN – Öll bönd, lágafl.TF8KY – Öll bönd, háafl.TF3AO – 20 metrar, háafl.TF3T […]

,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Skemmtilegt kvöld. Góð mæting. Góðar umræður og létt yfir mannskapnum í félagsaðstöðunni í Skeljanesi 14. október. Sérstakur gestur okkar þetta fimmtudagskvöld var Daggeir H. Pálsson TF7DHP frá Akureyri. Að auki mættu þeir félagar Egill Þórðarson, TF3CG og Guðni Skúlason loftskeytamaður sem hefur hug á að fá útgefið leyfisbréf og koma í loftið á morsi. Mikið […]

,

SKELJANES Í KVÖLD 14. OKTÓBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 14. október kl. 20-22. Sérstakur gestur verður Daggeir Pálsson, TF7DHP félagsmaður okkar á Akureyri. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að tæma pósthólf félagsins og flokka nýjustu kortasendingarnar. Nýtt radíódót […]